Seljaskóli

Seljaskóli tók til starfa haustið 1979. Skólinn stendur við Kleifarsel 28, og er símanúmerið okkar 411 7500.

Seljaskóli er heildstæður einsetinn skóli. Nemendur eru u.þ.b. 650.
Við skólann starfa alls tæplega 100 starfsmenn, þar af 67 kennarar. Við skólann starfar námsráðgjafi í fullu starfi og hjúkrunarfræðingur í 65% starfi. Sálfræðiþjónustu og aðra sérfræðiþjónustu fær skólinn frá Þjónustumiðstöð Breiðholts. Talkennari kemur einu sinni í viku.

Kennslan fer að mestu leyti fram í aðalbyggingu skólans.  Þrjár lausar kennslustofur eru á lóð skólans þar sem smíði er kennd.

Íþróttir eru kenndar í Íþróttahúsi Seljaskóla.  Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla og Breiðholtsskóla.
Frístundheimilið Vinasel er til húsa í Kleifarseli 18.

 

Leiðarljós að stefnu skólans:

Að móta jákvæða nemendur sem eru tilbúnir að takast á við lífið og marka sér leið til náms og starfs.

 

Einkunnarorð skólans eru:

Samvinna - Ábyrgð -Traust -Tillitssemi   =  SÁTT

 

Í Seljaskóla er lögð áhersla á:

 • Einstaklingsmiðað nám
 • Samvinnu nemenda og kennara
 • Fjölbreytta kennsluhætti
 • Að nýta nánasta umhverfi okkar til kennslu
 • Jákvæð samskipti heimila og skóla
 • Skólaþróun (lestur og stærðfræði)

 

Áherslur  í skólastarfi:

 • Opin kennslurými hjá 1.-3. bekk
 • Hægt að opna á milli kennslurýma í 4. og 5. bekk
 • Sameiginleg ábyrgð umsjónarkennara hvers árgangs
 • Hópavinna sem kemur í veg fyrir félagslega einangrun nemenda
 • Vikuleg útikennsla allt skólaárið
 • Teymiskennsla
 • Samvinna nemenda
 • Samvinna kennara á milli aldursstiga

 

Seljaskóli er:

 • Grænn skóli
 • Skóli sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsmanna (SÁTT)
 • Skóli sem styrkir og styður við jákvæða hegðun (PBS)

 

Prenta | Netfang