Skólasöngurinn

Skólasöngur Seljaskóla var tekinn í notkun árið 2005.

Lagið er eftir Magnús Kjartansson og texti eftir Hörð Zophaniasson.

Sönginn annast nokkrir nemendur Seljaskóla og Magnús Kjartansson annast undirleik.

Smellið hér til að hlaða niður skólasöng Seljaskóla

Smellið hér til að hlaða niður instrumental útgáfu af skólasöng Seljaskóla

Smellið hér til að hlaða niður texta skólasöngsins á Word skjali

 


Skólasöngur Seljaskóla

 

Í Seljaskóla er leikið og lifað,

Lesið og skrifað.

Og heilasellurnar spretta úr spori,

Spriklandi, dansandi, fullar af þori,

Galandi glaðlegan brag.

Það er gaman að lifa í dag!

 

Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn,

Syngur í mínu hjarta.

Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn,

Sólskinsveröldin bjarta.

 

Ef gerist ég leiður og lúinn,

Lífsstílinn snúinn.

Þá skólavinirnir brátt úr því bæta,

Brosandi, lífsglaðir, hressa og kæta,

Krakkarnir kunna það fag.

Það er kraftur sem ríkir hvern dag.

 

Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn,

Syngur í mínu hjarta.

Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn,

Sólskinsveröldin bjarta.

 

Dagurinn kallar: “Verk er að vinna,

Viltu því sinna?”

Það skulum við sýna í athöfn og orði,

Óhrædd við göngum að verkanna borði,

Galvösk með gleðinnar brag.

Það er gaman að lifa í dag!

 

Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn,

Syngur í mínu hjarta.

Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn,

Sólskinsveröldin bjarta.

 

H.Z.

 

Prenta | Netfang