Skólaráð

 

Skólaráð Seljaskóla

Við skólann starfar skólaráð sem skipað er þremur fulltrúum foreldra, tveimur fulltrúum nemenda, tveimur fulltrúum kennara, einum fulltrúa annarra starfsmanna og skólastjóra sem stjórnar fundum.

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Það tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.

Skólaráðið fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á skólatíma.

Fundargerðir skólaráðsins og ályktanir eru aðgengilegar á heimasíðu skólans.


Helstu verkefni skólaráðs eru:

  • að fjalla um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skóla­starfið,
  • að fjalla um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,
  • að taka þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndar­samfélagið,
  • að fylgjast með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,
  • að fjalla um skólareglur, umgengnishætti í skólanum,
  • að fjalla um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, al­menn­um starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, mennta­mála­ráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,
  • að taka þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitar­stjórnar.

  


Fundagerðir skólaráðs Seljaskóla:

Skólaráðsfundur nóvember 2017

Skólaráðsfundur október 2016

Skólaráðsfundur nóvember 2016

Skólaráðsfundur desember 2016

Skólaráðsfundur 13.mars 2017

Skólaráðsfundur apríl 2017

 Skólaráðsfundur október 2017

Skólaráðsfundur 30.okt. 2017

Skólaráðsfundur 22.jan.2018

Skólaráðsfundur 5.mars 2018

Prenta | Netfang