Forvarnir, einelti og viðbragðsáætlun

Forvarnir

Seljaskóli er skóli sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsfólks - SÁTT

Í SÁTTinni er áhersla lögð á gildin/einkunnarorð skólans Samvinna, Ábyrgð, Traust og Tillitssemi. Við einbeitum okkur að því að kenna og styrkja markvisst jákvæða hegðun og vinna gegn óæskilegri hegðun á samræmdan hátt.

Ákveðið skipulag er á eftirliti á skólalóð og göngum. Ýtt er undir æskilega hegðun en óæskileg hegðun leiðrétt og skráð eftir fyrirfram ákveðnum leiðum.

Sjá nánar um SÁTT á heimasíðu skólans http://www.seljaskoli.is/index.php/um-skolann/satt/stefna-skolans og www.reykjavik.is/pbs .

Stöndum saman

Í byrjun mars 2012 hóf Seljaskóli innleiðingu á efninu Stöndum saman. Það er um eineltisforvarnir í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun í skóla (PBS). Við köllum verkefnið Stöndum saman í SÁTT í takt við gildi og einkunnarorð skólans.

Stöndum saman í SÁTT byggir á þeirri þekkingu og þjálfun sem starfsfólk skólans hefur öðlast undanfarin ár. Um leið og félagsfærni er æfð með nemendum eru þeim kenndar aðferðir til að bera kennsl á og stöðva óæskilega hegðun sem beinist að þeim sjálfum eða skólafélögum þeirra. Þannig er lögð áhersla á að hver nemandi þekki og passi sín mörk. Nemendum eru einnig kenndar leiðir til að stoppa sig af ef þeir ganga of langt gagnvart öðrum, hvort sem þeir eru sammála því eða ekki.

Öllum nemendum er kennt að nota „hættumerkið“ og ákveðið þriggja þrepa ferli ef þeir lenda í samskiptum sem þeir kæra sig ekki um. Nemendum ber að segja „hættu“ og nota „hættumerkið“ (samskonar tákn og stöðvunarmerki umferðarlögreglu). Virki það geta allir haldið sínu áfram. Ef neikvæð samskipti halda áfram á að ganga í burtu úr aðstæðum og ef það dugir ekki til skal láta fullorðinn vita.

 • hættu
 • gakktu burt
 • segðu frá

 

Allt starfsfólk bregst við með fyrirfram ákveðnum, samræmdum aðgerðum. Þegar nemandi kemur til starfsmanns fer hann yfir ákveðin atriði með nemanda og ræðir einnig við þann sem átti upptökin að neikvæðum samskiptum. Lögð er áhersla á að minna nemendur á og þjálfa í réttum viðbrögðum eins og þörf er á.

Efnið sem við styðjumst við er bandarískt en þýtt og staðfært af þeim Hrund Þrándardóttur og Margréti Birnu Þórarinsdóttur, sálfræðingum á Þjónustumiðstöð Breiðholts. 

files/Stndum_saman_kynning_fyrir_starfsflk.pdf

Helstu markmið eru að koma í veg fyrir einelti og skapa þannig skólabrag að einelti sé aldrei liðið. Nemendur fá kennslu og hvatningu í æskilegri hegðun á meðan tekið er á óæskilegri hegðun með þeim aðferðum sem lýst er hér að framan og samkvæmt þrepaskiptri viðbragðsáætlun sem lýst er hér síðar.

 

Bekkjarfundir

Bekkjarfundir eru haldnir reglulega í hverjum bekk. Þar fá nemendur tækifæri til að ræða gildi og væntingar innan hópsins. Rædd eru samskiptamál sem upp koma og unnið að lausn vanda. Lögð er áhersla á að gæta jafnréttis, að skoðanir allra heyrist og að enginn þurfi að standa einn.

http://eldri.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/pbs/skjalasafn/Bekkjarfundur.pdf

 

Kannanir á líðan og félagstengslum nemenda

Kannanir á líðan og félagstengslum nemenda eru lagðar fyrir í skólanum tvisvar sinnum á hverju skólaári. Komi þar fram vísbendingar um vanlíðan nemenda, vinnur umsjónarkennari að athugun og úrlausn mála. Hann getur ráðfært sig við lausnateymi skólans.

Könnun á líðan og félagstengslum

Lausnateymi

Í skólanum er starfandi lausnateymi og í því situr aðstoðarskólastjóri, námsráðgjafi og tveir umsjónarkennarar. Lausnateymi er til stuðnings kennurum vegna nemenda með náms-, hegðunar- eða samskiptaörðugleika. Það er einnig leiðbeinandi aðili við lausn eineltismála. Við vinnslu eineltis verður umsjónarkennari  þolanda hluti teymisins á meðan viðkomandi mál er í vinnslu.

 

Forvarnir gegn einelti – hvað geta foreldrar gert?

 • Vera góðar fyrirmyndir barna sinna í samskiptum við aðra.
 • Fylgjast með líðan barnanna með því að hlusta á þau.
 • Efla sterkar hliðar barnanna til að auka hjá þeim sjálfstraust.
 • Tala við börnin um einelti og fá þau til að setja sig í spor þolenda.
 • Fylgjast með notkun barnanna á netinu og í farsímum.
 • Vera sérstaklega á varðbergi gagnvart skriflegum og rafrænum skilaboðum.
 • Hvetja börnin til að vera saman í leikjum og ekki útiloka neinn.
 • Hvetja börnin til að segja frá ef einhver er lagður í einelti.
 • Hafa strax samband við skólann ef grunur vaknar um einelti.
 • Vera í góðu sambandi við umsjónarkennara barnsins.
 • Foreldrar tali saman sín á milli.
 • Stofna til vinahópa í bekkjum.

http://reykjavik.is/felagsfaerni-og-lidan 

 

 

Einelti

Einelti er þegar einn aðili eða fleiri, sem hann eða hún fær í lið mér sér, níðist á öðru barni t.d. með því að nota ljót orð, hæða, niðurlægja, útiloka eða særa á annan hátt. Til þess að hægt sé að tala um einelti þarf það vera endurtekið og þolandinn á erfitt með að verja sig.

Einelti birtist í mörgum myndum: Það getur verið:

 • Líkamlegt:barsmíðar, spörk, hrindingar
 • Munnlegt:uppnefni, niðrandi athugasemdir og endurtekin stríðni
 • Skriflegt:tölvuskeyti, sms -skilaboð, bloggsíðuskrif, krot og bréfasendingar
 • Óbeint: baktal, útskúfun eða útilokun úr félagahópi
 • Efnislegt:eigum barnsins stolið, skemmdar eða eyðilagðar
 • Andlegt: barnið er þvingað til að gera eitthvað sem stríðir algjörlega gegn réttlætiskennd þess og sjálfsvirðingu

Mikilvægt að hafa í huga að gerendur eru ekki alltaf meðvitaðir um hversu sársaukafullt eineltið er fyrir þolendur. Allir geta átt á hættu að vera með í eineltisaðstæðum, ýmist sem þolendur, gerendur, þátttakendur eða áhorfendur.

http://vimeo.com/109825383

 

Hvað getur foreldri gert sem verður vart við einelti?

Foreldrar geta haft samband við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnendur.  Grun um einelti skal tilkynna á sérstöku eyðublaði sem má finna á heimasíðu skólans. http://www.seljaskoli.is/images/stories/eydublod/tilkynning_um_einelti.pdf

 

Hvað á nemandi að gera sem verður fyrir einelti eða veit um einelti?

Eðlilegt er að nemendur snúi sér fyrst til foreldra sinna.  Nemendur geta einnig leitað til umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnenda með erindi sitt.

 

Hvað gerir starfsmaður skóla sem verður var við einelti? 

Starfsmaður sem verður var við einelti ræðir málið við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnanda.

 

Viðbragðsáætlun

Ákveðið viðbragðsferli  fer af stað þegar tilkynning berst um einelti. Vinnuferlið skiptist í:

 • athugun
 • úrvinnslu
 • eftirfylgni

Í ferlinu er rík áhersla lögð á samvinnu skóla og foreldra til að vinna megi sem best úr hverju        

máli. Mikilvægt er að fyllsta trúnaðar sé gætt við meðferð eineltismála. Eineltisteymi tekur til

starfa þegar staðfestur er grunur um einelti. Í því situr umsjónarkennari þolanda sem

jafnframt er lykilmaður teymisins ásamt námsráðgjafa og skólastjórnanda.

Öll málsatvik eru skráð í sérstaka möppu. Í henni er afrit af vinnuferlinu öllu, skráningarblöð vegna athugunar, fundagerða og úrvinnslu. Þegar málinu er lokið eru gögnin varðveitt í persónumöppu nemanda.

1. þrep - athugun

 1. 1.Hver sá er fær grun um einelti í skólanum skal gera umsjónarkennara þolanda skriflega grein fyrir má
 2. 2.Umsjónarkennari greinir málið samkvæmt skilgreiningu skólans á einelti með því að fá upplýfrá þolanda, forráðamönnum hans, hugsanlegum gerendum og starfsfólki skólans. Hann ráðfærir sig við lausnateymi skólans á hvaða stigum málsins sem er. Meti umsjónarkennari og lausnateymi að um einelti sé að ræða er forráðamönnum aðila málsins gerð grein fyrir stöðunni.
 3. 9.Umsjónarkennari skráir allt ferlið og forráðamenn eru einnig hvattir til að skrá hjá sér málsatvik.
 1. Umsjónarkennari kallar foreldra þolanda á fund og fer yfir skriflega tilkynningu um grun um einelti. Þeir eru upplýstir um hvernig málið verður unnið.
 2. Umsjónarkennari kallar lausnateymi saman á fund. Ákveðnar eru aðgerðir til að tryggja strax öryggi þolanda.
 3. Á þessum fundi er gerð áætlun um athugun sem skal fara fram í þeim bekk/árgangi þar sem grunur um einelti er að ræða. Athugun þessi felur í sér að umsjónarkennarar taka einstaklingsviðtöl við börn sem talin eru geta gefið upplýsingar sem varpa ljósi á ástandið í bekkjunum.
 4. Á sama tíma getur lausnateymið aflað upplýsinga hjá stuðningsfulltrúum, skólaliðum, starfsfólki Vinasels, Hólmasels eða öðrum kennurum ef það er talið geta varpað frekara ljósi á málið.
 5. Ef þörf er talin á er lögð tengslakönnun fyrir bekkina.
 6. Þessi athugun skal ekki taka lengri tíma en eina viku.
 1. Nemendaverndarráð er upplýst um að vinnsla í eineltismáli sé hafin.

 

2. þrep – úrvinnsla lausnateymis

Að athugun lokinni (skv. 1. þrepi) kemur lausnateymið saman á ný og fer yfir niðurstöður. Ef í ljós kemur að um einelti er að ræða eru næstu skref ákveðin.

 1. Ákvarðaðir eru meintir þolendur og gerendur og markmið sett.  Teymið skiptir með sér verkum.
 2. Foreldrar gerenda eru boðaðir á fund og farið yfir skriflega tilkynningu með þeim.  Foreldrar þolanda eru upplýstir um framvindu málsins.
 3. Allir foreldrar í bekknum/árganginum fá upplýsingar um að eineltismál hafi komið upp í árganginum og að vinna skv. eineltisáætlun skólans sé komin í gang.  Meta skal í samráði við þolanda og foreldra hans hvort nemendur árgangsins fái einnig þessar upplýsingar og hvort nafn þolanda sé gefið upp.
 4. Tekin eru einstaklingsviðtöl við gerendur og þolendur þrisvar sinnum með viku og svo tveggja vikna millibili. Þessi viðtöl eru tekin á ákveðinn hátt, markvisst með það í huga að eineltið hætti. Í þriðju vikunni hittast þolendur og gerendur á fundi ef það er talið henta framgangi málsins.  Foreldrum er ávallt boðið að vera viðstaddir þessi viðtöl.
 5. Þolanda er boðið upp á sjálfstyrkingarviðtöl í samráði við foreldra.
 6. Til greina kemur að ræða við alla nemendur árgangsins í litlum hópum (3-4) en þar væri skoðuð staða hvers og eins í eineltinu og hvað þeir geta lagt af mörkum til að laga ástandið.
 7. Umsjónarkennarar vinna með bekkjunum að bættum samskiptum. Nemendur læra um einelti, hvernig það birtist, hvaða aðferðum er beitt og hvaða tjóni það getur valdið. Umræður, hlutverkaleikir, myndbönd o.fl. er nýtt og krökkunum eru kenndar einfaldar leiðir til að bregðast við einelti verði þeir varir við það. Reynt er að efla færni nemenda til að velja rétta afstöðu og hjálpa þeim sem fyrir eineltinu verða.
 8. Þessi vinna skal ekki að taka lengri tíma en einn mánuð.

3. þrep – eftirfylgni lausnateymis

 1. Fundur er með þolendum og gerendum u.þ.b. mánuði eftir að vinnu lýkur og árangri fylgt eftir. Foreldrar gerenda eru upplýstir um árangur.
 2. Lausnateymið fer yfir hvernig gengið hefur og árangur er skoðaður. Metið er hvort markmið hafi náðst og ákvarðanir teknar um framhaldið.
 3. Máli er lokað formlega í samáði við foreldra þolanda.
 4. Lausnateymi sendir skilaboð til allra aðila málsins um að því sé lokið. Skólastjórnandi sendir samsvarandi skilaboð til foreldra í árganginum þar sem þeir eru upplýstir um að vinnu skv. eineltisáætlun sé lokið og hvernig árangur náðist. Nemendur eru einnig upplýstir um árangurinn hafi þeir fengið vitneskju um málið skv. 2. þrepi, 3. lið.
 5. Nemendaverndarráð er upplýst um gang mála.
 6. Umsjónarkennarar eru áfram vakandi yfir þolendum og gerendum og fylgjast með samskiptunum í bekknum.
 7. Eftirfylgni með geranda/gerendum heldur áfram í 4-6 mánuði.  Fundað er með geranda og eftir atvikum foreldrum og hann fær aðstoð með sinn persónulega vanda. Einnig er í september ár hvert metin staðan hjá þeim sem voru þolendur í eineltismálum veturinn áður.

Áætlunin er sveigjanleg þannig að teymið metur hverju sinni hvort ástæða sé til að bregða út af henni á einhvern hátt.

Sé það upplifun foreldra að þeir hafi ekki fengið úrlausn skólayfirvalda vegna þess eineltis sem barn þeirra hefur orðið fyrir eða þeir telji að málinu hafi ekki verið sinnt sem skyldi geta þeir leitað til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Takist enn ekki að stöðva eineltið eða ef foreldrar telja að ekki hafi verið gengið faglega til verks við úrlausn málsins geta þeir leitað til fagráðs eineltismála sem menntamálaráðherra skipar.

 

Prenta | Netfang