Skip to content

Almennt um þjónustumiðstöðina

Í Þjónustumiðstöð Breiðholts er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta til íbúa í Breiðholti, skólaþjónusta við  leik- og grunnskóla, daggæsluráðgjöf, frístundaráðgjöf og ýmis fagleg þjónusta til stofnana og aðila í hverfinu.

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar nánari upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í þjónustumiðstöðina í s. 411 1300 eða senda tölvupóst.

Markmiðið með þjónustumiðstöðvum borgarinnar er að gera þjónustu aðgengilegri fyrir íbúa og efla þverfaglegt samstarf sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna og auka þannig lífsgæðin í höfuðborginni. Jafnframt leggja þjónustumiðstöðvarnar mikla áherslu á að styrkja hvers kyns hverfastarf í samvinnu við íbúa, félagasamtök og aðra þá sem vilja láta til sín taka.

Hverfisstjóri Breiðholts er Óskar Dýrmundur Ólafsson og gegnir hann jafnframt framkvæmdastjórastöðu Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

Skólasálfræðingur Seljaskóla er Ástrós Elma Sigmarsdóttir.