Seljaskóli er skóli sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsfólks - SÁTT
Í SÁTTinni er áhersla lögð á gildin/einkunnarorð skólans Samvinna, Ábyrgð, Traust og Tillitssemi. Við einbeitum okkur að því að kenna og styrkja markvisst jákvæða hegðun og vinna gegn óæskilegri hegðun á samræmdan hátt.
Einelti er endurtekið, óþægilegt og meiðandi áreiti sem beinist gegn ákveðnum einstaklingi sem á erfitt með að verja sig.
Einelti getur tekið á sig margvíslegar myndir.
- Beint einelti eru til dæmis niðrandi athugasemdir, grín, uppnefni, hótun eða líkamlegt ofbeldi.
- Óbeint einelti eða dulið einelti eru til dæmis útilokun, lygar og söguburður.
Það er mjög mikilvægt að nemendur og foreldrar sem verða vitni að einelti tilkynni það til skólans.
Með því að smella á hnappana hér að neðan getur þú fundið tilkynningareyðublað og eineltisáætlun í heild sinni.