Skip to content

Heilsugæsla

Hjúkrunarfræðingur Seljaskóla heitir Ásta Ýrr Kristjánsdóttir.

Sími hjá heilsugæslu/hjúkrunarfræðing/skólans:  411-7512

Viðvera hjúkrunarfræðings í skólanum:

Mánudaga og fimmtudaga 8:30 – 16:00

Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 8:30 – 12:00

Vegna þess að Covidveiran er enn í samfélaginu getur viðvera hjúkrunarfræðings í skólanum raskast.

Netfang skólahjúkrunarfræðings: seljaskoli@heilsugaeslan.is

Skólahjúkrunarfræðingur er með aðstöðu í Seljaskóla en eru starfsmaður Heilsugæslustöðvarinnar í Mjódd.

Heilsuvernd skólabarna er markvisst framhald af ung- og smábarnavernd og á að efla heilbrigði barns og stuðla að vellíðan þess í samvinnu við foreldra.

Við upphaf skólagöngu fær skólahjúkrunarfræðingur heilbrigðisskýrslu barnsins frá þeirri heilsugæslustöð sem hefur þjónað því. Þegar barn flytur á milli skóla fer skýrsla barnsins til viðkomandi skólahjúkrunarfræðings eða heilsugæslustöðvar.
Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing ef barn þeirra er með sérstök heilsufarsvandamál sem gæti þurft að sinna á skólatíma.

         Hlutverk og verkefni skólaheilsugæslu

Skólaheilsugæslan er hluti af heilsugæslu hverfisins og hlutverk hennar er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.Á vefnum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/heilsuvernd-barna/heilsuvernd-skolabarna/ má finna nánari upplýsingar um heilsuvernd grunnskólabarna.

       Starfsemi skólaheilsugæslu er þríþætt:

  • bólusetningar og skimanir (um 20% starfseminnar)
  • einstaklingsþjónusta (um 40% starfseminnar)
  • heilbrigðisfræðsla (um 40% starfseminnar