Samstarf við leikskóla

Samstarf  Seljaskóla við leikskóla hverfisins hefur verið mjög gott  í mörg ár. Samstarfið  felst m.a. í sameiginlegum fundur stjórnenda grunnskólanna og leikskólanna í Seljahverfi og gagnkvæmum heimsóknum starfsfólks. Þá eru skipulagðar heimsóknir verðandi 1. bekkinga í skólann.

Viðamikið þróunarstarf fór fram á árunum 1998-2000 sem var samstarfsverkefni leikskólanna og grunnskólanna í Seljahverfi. Afraksturinn af þeirri vinnu var matsheftið Gengið yfir brúna. Hér er um að ræða tæki til að framkvæma mat á elstu börnum leikskólans í samvinnu við foreldra. Heftinu er ætlað að vera stuðningsgagn fyrir barnið sem fylgir því frá leikskólastigi og yfir á grunnskólastigið.

Reynsla sem nú er komin á heftið Göngum yfir brúna er mjög góð og hefur það hjálpað kennurum í þeirri viðleitni að taka á móti hverjum nemanda í samræmi við hans þarfir.

Prenta | Netfang