Sálfræðiþjónusta

Sálfræðingur skólans er Álfheiður Guðmundsdóttir. 
Sálfræðingur skólans hefur vinnuaðstöðu sína í Þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd og er síminn þar 411 1300.

Oftast eru það kennarar og/eða foreldrar barns sem leita eftir aðstoð sálfræðings.  Skilyrði fyrir því að sálfræðingur taki málið til úrlausnar er að umbeðnar upplýsingar á tilvísunarblaði séu veittar. Tilvísunareyðublað fæst í skólanum. 

Æskilegt er að foreldrar hafi samráð við kennarann þegar þeir hyggjast leita eftir sálfræðiaðstoð fyrir barn sitt. Ákvörðun um forgangsröðun mála er tekin af nemendaverndarráði skólans.

Sálfræðingur vinnur með nemendum sem eiga í sálrænum og félagslegum
erfiðleikum þar sem þessir erfiðleikar hafa áhrif á nám og aðlögun í skóla. 
Inngrip sálfræðings felur m.a. í sér athugun og mat á þroska, hegðun og líðan nemandans samkvæmt niðurstöðum úr viðtölum, sálfræðilegum prófum, bekkjar- og atferlisathugunum. Sálfræðingur gerir tillögur til úrbóta og tekur þátt í gerð áætlana um aðstoð við einstaka nemendur í samvinnu við fulltrúa í nemendaverndarráði, kennara og foreldra.

Prenta | Netfang