Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð starfar í skólanum samkvæmt lögum. Þar sitja hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, aðstoðarskólastjórar og skólastjóri. Einnig situr í því tengiliður frá Þjónustumiðstöð Breiðholts (sálfræðingur, sérkennsluráðgjafi og félagsráðgjafi til skiptis) og deildarstjóri Vinasels mætir þegar fjallað er um mál barna sem þar eru. Fundir ráðsins eru á miðvikudögum.


Nemendaverndarráð fjallar um öll þau mál nemenda sem þurfa sérstakrar umfjöllunar við. Tilvísanir eða beiðnir um aðstoð frá kennurum eða foreldrum eru teknar fyrir á fundunum og málum vísað til réttra aðila, s.s. hjúkrunarfræðings, sálfræðings, námsráðgjafa, sérkennara eða annað. Kennarar geta lagt mál fyrir nemendaverndarráð og þeir sitja fundi ráðsins ef henta þykir.

 

Prenta | Netfang