Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf í Seljaskóla

Náms- og starfsráðgjafi skólans er Guðný Þ. Pálsdóttir (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

)

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa felst í að:

  • styðja við nemendur og liðsinna þeim í málum er snerta nám þeirra.
  • vinna í nánu samstarfi við foreldra og umsjónarkennara eftir því sem við á.
  • sitja fundi nemendaverndarráðs skólans og hafa samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans og vísa málum nemenda til þeirra eftir því sem við á.

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn trúnaði varðandi málefni nemenda sem til hans leita.

Aðstaða náms- og starfsráðgjafa er í húsi þrjú.

Nemendur og/eða foreldrar geta fengið viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa frá mánudegi til föstudags.  

Nemendur geta sjálfir bankað upp á hjá náms- og starfsráðgjafa eða fengið aðstoð foreldra eða kennara við að fá viðtal.  

Viðtalstímar eru ákveðnir eftir samkomulagi.  

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa í skólanum eru:

  • Námstækni ráðgjöf fyrir nemendur um skipulögð vinnubrögð í námi.
  • Náms- og starfsráðgjöf og kynning fyrir nemendur sem standa frammi fyrir vali á námsgreinum í 8., 9. og 10. bekk og námsbrautum framhaldsskóla. Við valið eru áhugasvið nemenda og hæfileikar hafðir að leiðarljósi.
  • Persónuleg ráðgjöf fyrir nemendur vegna m.a. erfiðra samskipta, kvíða, og eineltis.
  • Forvarnir t.d. gegn vímuefnum, einelti og öðru ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skólans.

Áhugaverðir vefir:

Upplýsingar um nám að loknum grunnskóla og umsóknir í framhaldsskóla
http://www.menntagatt.is

Iðan Upplýsingavefur um nám og störf
http://www.idan.is

Upplýsingar um samræmd próf
http://www.namsmat.is

Námsgagnastofnun/námstækni
http://vefir.nams.is/namstaekni/index.htm

Félag náms- og starfsráðgjafa
http://www.fns.is

Námstækni  

Hvað er námstækni?    
Námstækni er bætt skipulag í námi

Hverjir geta nýtt sér námstækni?
Allir geta nýtt sér námstækni

Hvað fæst með námstækni?
Með námstækni fæst:
Skipulagðari vinnubrögð

Tímasparnaður
Minni námskvíði
Aukinn námsárangur 

Nám er vinna sem krefst einbeitingu.
Líta þarf á allt nám sem vinnu sem unnin er jafnt og þétt yfir allan veturinn. Til að nám eigi sér stað þarf nemandinn að einbeita sér að því að skilja námsefnið svo hann nái tökum á því. Lykilatriði í námi er því einbeitingin. Jákvæð hugsun ýtir undir betri líðan og einbeitingu.Til að nemandinn nái sem bestri líðan og einbeitingu þarf hann að vera í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi.  

Mataræði, svefn og hreyfing.
Almenn heilsa þ.e. líkamlega og andlega líðan okkar hefur áhrif á hugsun og einbeitingu. Almenn heilsa byggist fyrst og fremst á mataræði, svefni og hreyfingu. Best er að læra þegar maður er hvorki of saddur né of svangur, búinn að fá nægan nætursvefn a.m.k. 9-10 klst og stundar reglulega líkamsrækt. Forðast skal sætindi því þau gefa einungis skamma orku og ekki leggja sig á daginn nema þá í mjög stuttan tíma. Hreyfing er okkur mjög nauðsynleg hún eykur blóðstreymi til heilans og skerpir þannig hugsun og einbeitingu.  

Óskipulag eða skipulag í námi.
Nemandi sem byrjar að fresta heimanámi hættir á að óunnin verkefni hlaðist upp, lenda í tímahraki og að vítahringur skapist sem erfitt getur reynst að ná sér út úr. Kvíði og vanlíðan fylgja frestun. Námsleiði gerir vart við sig því nemandinn virðist áhugalaus og markmið vantar. Ef ekkert er að gert gefst nemandinn upp á náminu. Það er hægt að snúa dæminu við en þá þarf nemandinn að setja sér námsmarkmið sem skapa áhuga og metnað. Nemandinn þarf að setja sér vel skilgreind og raunhæf námsmarkmið t.d. hvaða nám og einkunnir eru raunhæfar? Því næst þarf nemandinn að gera skriflega áætlun um hvernig á að ná fram markmiðunum t.d. hvar og hvenær á að læra? Síðast en ekki síst þarf nemandinn að framkvæma eða fylgja áætluninni eftir. Það getur reynst mörgum erfitt að standa við áætlunina og fara eftir henni. Það kostar oft mikinn sjálfsaga. Nemandinn verður að treysta á sjálfan sig og taka þá ábyrgð sem því fylgir.  

Einbeiting í kennslustund og við heimanám.
Til að ná sem bestri einbeitingu í kennslustund og við heimanám er best að hugsa jákvætt um allar námsgreinar, kennslustundir og kennara. Hugsun hefur áhrif á tilfinningar og líðan okkar. Jákvæð hugsun gefur betri tilfinningar og líðan. Eftir því sem tíminn er betur nýttur í skólanum þá minnkar álag við heimanám. Best er að velja sér sæti í kennslustofunni þar sem mesta næðið er. Frímínútur eru bestar fyrir spjall við félaga. Við heimanám þarf að huga að góðum vinnuaðstæðum til að einbeiting haldist. Velja þarf stað þar sem gott næði er, sitja við skrifborð í stól sem styður vel við bakið. Mikilvægt er að hafa góða lýsingu og gott loft. Hafa eingöngu gögn sem tilheyra heimanáminu á borðinu annað dregur úr einbeitingu við námið. Þegar hlé er tekið frá náminu skal forðast að fara í tölvuna, horfa á sjónvarp eða annað sem auðvelt er að gleyma tímanum yfir. Eins skal forðast að hlusta á tónlist meðan unnið er við heimanám til að koma í veg fyrir streitu og einbeitingaskort.  Heimanámið krefst óskertrar athygli.  

Áætlun með aðstoð dagbókar og Mentors.
Dagbók og Mentor eru mikilvæg hjálpartæki til áætlunar. Dagbókin er minnisbók fyrir heimanám, verkefnaskil  og ýmsar aðrar tímasetningar s.s. próf. Til að dagbókin nýtist sem skildi þá þarf að hafa hana meðferðis í skólann og skrá í hana allt heimanám í lok hvers kennslutíma. Þegar tíminn sem áætlaður er fyrir heimanám hefst þarf að fara yfir dagbókina og Mentor og skipuleggja hvar á að byrja. Gott er að taka fyrst það sem nemandanum finnst erfiðast og svo það sem honum finnst léttara, því orka og úthald er mest fyrst.

Heimanámsáætlun
Hér er hægt að nálgast tímatöflu sem er gott að hafa til að skipuleggja hvaða tíma á nota fyrir heimanámið og önnur verkefni.


Prenta | Netfang