Móttaka verðandi nemenda 1. bekkjar

Verðandi nemendur í 1. bekk koma í þrjár heimsóknir í skólann á vorönn áður en þeir byrja í skóla. Fyrri  heimsóknirnar tvær eru skipulagðar af skólanum í samvinnu við leikskólana í hverfinu  og eru einkum fyrir leikskólabörnin. Sú síðasta er fyrir alla verðandi 1. bekkinga og fá foreldrar sent bréf um þá heimsókn.

Fyrsta heimsóknin er í mars. Börnin koma  í fylgd  starfsfólks þess leikskóla sem þau eru í. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri  taka á móti þeim á skrifstofu skólastjóra. Farið er um skólann og hann skoðaður en nemendum sérstaklega sýnt bókasafnið, matsalurinn, þau fara í heimsókn í 1. bekk, í íþróttahús og í list- og verkgreinastofu.

Næsta heimsókn er í apríl. Börnin koma inn í kennslustofurnar til 1. bekkinga í fylgd starfsfólks leikskólanna og eru í skólanum í tvær kennslustundir. Þau fá jafnframt að fara í kennslustund í list- og verkgrein eins og myndlist eða textíl, tónlist eða leikfimi svo eitthvað sé nefnt . Þriðja heimsóknin er í byrjun júní. Þá er öllum verðandi 1. bekkingum boðið í skólann. Kennararnir sem verða með bekkina næsta vetur taka á móti þeim og eru með þeim í tvær kennslustundir.

Prenta | Netfang