Móttaka nýrra nemenda

Í Seljaskóla er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum. Mikilvægt er að nemandinn og foreldrar hans fái strax í upphafi jákvæða mynd af skólanum og að foreldrum og nemendum finnist þeir velkomnir í skólann.

Að hausti, áður en skóli hefst, eru nýnemar  í 2. – 10. bekk boðaðir ásamt foreldrum á sérstakan kynningarfund. Þeir eru boðnir velkomnir  af skólastjórnendum í hátíðarsal skólans og síðan tekur viðkomandi umsjónarkennari við, sýnir skólann og  kynnir helstu áhersluþætti í skólastarfinu.

Umsjónarkennarar eru beðnir um að hafa samband við heimili nýrra nemenda þegar ein til tvær vikur eru liðnar af skólatímanum. Þá gefst tækifæri til að ræða líðan nemandans og upplifun hans og foreldra af skólanum.

Prenta | Netfang