Forvarnastarf

Skilgreining á forvörnum: Í forvörnum felst að koma í veg fyrir að einstaklingar heltist úr samfélaginu eða einangrist.

 

Markmið með forvörnum í skólanum: Að tryggja andlega og líkamlega velferð nemendans með því að hlúa að og styrkja hann á þroskaferli hans í samvinnu við forráðamenn. Þannig verður nemandinn færari um að takast á við hin ólíku og krefjandi verkefni sem bíða hans í nútíma þjóðfélagi.

 

Markvisst forvarnastarf í skólanum byggir á:

Skýrri skólanámskrá og skólareglum fyrir starfsfólk, nemendur og forráðamenn.

Samstöðu og eftirfylgni á reglum meðal starfsfólks.

Góðri samvinnu við forráðamenn.

 

Forvarnir og fyrirmyndir.

Hver og einn starfsmaður skólans er mikilvægur hlekkur í að sinna forvörnum í skólanum en umsjónarkennarar eru þó í lykilhlutverki í þeim efnum. Þeir eru helstu fyrirmyndir nemenda í skólanum.

 

Mikilvægir forvarnaþættir.

Sú fræðsla og færni sem nemendur fá í öllu skólastarfinu er undirstaða frekara náms og starfs seinna á lífsbrautinni. Skólastarfið er þannig mikilvæg forvörn. Leggja þarf áherslu á eftirfarandi forvarnaþætti í öllu skólastarfinu:

 • Jákvæð samskipti.
 • Sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum.
 • Ábyrgð á eigin gerðum.
 • Styrkingu sjálfsmyndar.
 • Vitund fyrir hollum lífháttum s.s. næringu, hreyfingu og hvíld.
 • Fræðslu um skaðsemi vímuefna.
 • Siðgæði og umburðarlyndi.
 • Vinnu gegn einelti.
 • Jafnrétti og vinnu gegn hvers kyns fordómum.
 • Þjálfun í sjálfstæðum, öguðum og gagnrýnum vinnubrögðum.
 • Hæfileika hvers og eins og byggja upp metnað.
 • Markmiðssetningu hvers og eins og framtíðaráætlun til að stefna að.

 

 

SÁTT

Í Seljaskóla vinnum við út frá ákveðnum gildum sem um leið eru einkunnarorð skólans. Þessi gildi eru SAMVINNA, ÁBYRGÐ, TRAUST OG TILLITSSEMI.

SÁTT samanstendur af PBS (Positive Behavior Support) eða heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun og áætlun Olweusar gegn einelti.

PBS
PBS er heildstætt vinnulag sem hefur þann tilgang að hvetja til jákvæðrar hegðunar með kerfisbundum hætti til að vinna gegn þeirri tilhneigingu að einblína á neikvæða hegðun og refsingar. PBS er þríþætt kerfi sem nær til alls skólasamfélagsins. Það felur í sér stuðningskerfi fyrir bekki, einstaka nemendur og stuðning utan bekkjaraðstæðna.
Kerfið miðar að því að allir stafsmenn skóla komi að mótun og viðhaldi æskilegrar hegðunar í skólanum. PBS er árangursprófað og viðurkennt vinnulag sem með kerfisbundnum hætti hvetur til æskilegrar hegðunar, eykur félagsfærni, bætir samskipti og dregur úr hegðunarvanda. Áhersla er lögð á jákvæð samskipti, skýr fyrirmæli og hrós.

 • Markmið PBS eru að:
  • auka félagsfærni og nám barna með því að skilgreina æskilega hegðun, kenna hana og styðja við hana.
  • draga úr óæskilegri hegðun með því að búa til einfaldar og skýrar reglur um samskipti. Lögð er áhersla á fyrirsjáanlegar afleiðingar óæskilegrar hegðunar.
  • samræma aðgerðir og vinnulag starfsfólks skóla til þess að auka æskilega hegðun og koma í veg fyrir eða draga úr óæskilegri hegðun.

 

 

 

Stoðkerfi skólans.

Í stoðkerfi skólans fer fram öflugt forvarnarstarf. Í stoðkerfinu eru:

 • Nemendaverndarráð
 • Heilsugæsla
 • Námsráðgjöf
 • Sálfræðiaðstoð
 • Sérkennsla

 

Viðbragðsáætlun Seljaskóla.

Hvert á að leita þegar eftirfarandi mál koma upp?

Agamál. Til umsjónarkennara og stjórnenda.

Áföll. Til umsjónarkennara og stjórnenda.

Einelti. Til umsjónarkennara, námsráðgjafa og stjórnenda.

Félagsleg mál.  Til umsjónarkennara, námsráðgjafa, Þjónustumiðstöðvar                                      Breiðholts og skólahjúkrunarfræðings.

Hegðunarerfiðleikar. Til umsjónarkennara, stjórnenda, deildastjóra sérkennslu, og                       Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

Heilsufarsmál. Til umsjónarkennara, skólahjúkrunarfræðings, námsráðgjafa og                             Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

Námserfiðleikar. Til umsjónarkennara, deildarstjóra sérkennslu, námsráðgjafa og                        Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

Vímuefnamál.Til umsjónarkennara, námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðings og                               stjórnenda.

 

Annað forvarnastarf sem tengist skólanum:

 • Vinahópastarf í bekkjum.
 • Félagsstarf í skólanum.
 • Samstarf heimilis og skóla.
 • Þemadagar í skólanum.
 • Fræðsla sem nemendur fá frá ýmsum aðilum utan skólans.
 • Samstarf við félagsmiðstöð, lögreglu og félagsþjónustu.
 • Samstarf í einstaka tilvikum við Vinnuskóla Reykjavíkur um atvinnutengt nám.

Prenta | Netfang