Skip to content
Textílmennt

Velkomin á heimasíðu

Seljaskóla

Seljaskóli tók til starfa haustið 1979. Fyrsta veturinn var einungis boðið upp á kennslu fyrir yngsta skólastigið en síðan fjölgaði nemendum og varð skólinn fjölmennastur með 1500 nemendur, þá tvísetinn skóli. Í dag er skólinn einsettur, heildstæður grunnskóli fyrir nemendur frá 1. - 10. bekk og eru hér um 650 nemendur og um 100 starfsfólk.

Skólinn stendur við Kleifarsel 28 og fer skólastarf fram í ellefu húsum og þremur færanlegum kennslustofum þar sem smíði er kennd. Íþróttir eru kenndar í íþróttahúsi ÍR við Seljaskóla og sund er í Breiðholtsslaug.

Leiðarljós að stefnu Seljaskóla:

Að móta jákvæða nemendur sem eru tilbúnir að takast á við lífið og marka sér leið til náms og starfs.