Skip to content

Sátt - skólareglur, einelti

Seljaskóli er skóli sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsfólks - SÁTT

Í SÁTTinni er áhersla lögð á gildin/einkunnarorð skólans Samvinna, Ábyrgð, Traust og Tillitssemi. Við einbeitum okkur að því að kenna og styrkja markvisst jákvæða hegðun og vinna gegn óæskilegri hegðun á samræmdan hátt.

Ákveðið skipulag er á eftirliti á skólalóð og göngum. Ýtt er undir æskilega hegðun en óæskileg hegðun leiðrétt og æskileg hegðun kennd í staðinn.

Stöndum saman

Í byrjun mars 2012 hóf Seljaskóli innleiðingu á efninu Stöndum saman. Það er um eineltisforvarnir í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun í skóla (PBS). Við köllum  verkefnið Stöndum saman í SÁTT í takt við gildi og einkunnarorð skólans.

Stöndum saman í SÁTT byggir á þeirri þekkingu og þjálfun sem starfsfólk skólans hefur öðlast undanfarin ár. Um leið og félagsfærni er æfð með nemendum eru þeim kenndar aðferðir til að bera kennsl á og stöðva óæskilega hegðun sem beinist að þeim sjálfum eða skólafélögum þeirra. Þannig er lögð áhersla á að hver nemandi þekki og passi  sín mörk. Nemendum eru einnig kenndar leiðir til að stoppa sig af ef þeir ganga of langt gagnvart öðrum, hvort sem þeir eru sammála því eða ekki.

Starfsfólk Seljaskóla aflar sér þekkingar og reynslu til að gera skólabraginn enn betri. Við lærum af helstu fræðimönnum á sviðinu og af hvert öðru. Nokkur verkefni eru innan veggja skólans sem tengjast Á arvinnu  skólans. Má þar nefna:

  •  ART  (Agression Replacement training) námskeið fyrir nemendur en þar læra nemendur leiðir til að leysa samskiptavanda, tilfinningavanda og hegðunarvanda.
  • Vinaliðaverkefnið  í frímínútum sem er bæði heilsueflandi, leiðtogaþjálfun og forvörn gegn einelti
  • KVAN námskeið fyrir starfsfólk ásamt verkefnabanka.
  • Upright sem er samevrópskt verkefni og stuðlar að vellíðan og seiglu ungmenna. 
  • Sáttardagurinn - haldinn í nóvember ár hvert með samstarfsverkefnum þverrt á skólastig.