Skip to content

Sátt - skólareglur, einelti

Í SÁTTinni er áhersla lögð á gildin/einkunnarorð skólans Samvinna, Ábyrgð, Traust og Tillitssemi. Við einbeitum okkur að því að kenna og styrkja markvisst jákvæða hegðun og vinna gegn óæskilegri hegðun á samræmdan hátt.

Ákveðið skipulag er á eftirliti á skólalóð og göngum. Ýtt er undir æskilega hegðun en óæskileg hegðun leiðrétt og æskileg hegðun kennd í staðinn.

Sjálfsfærnivitinn í Seljaskóla

Sjálfsfærnivitinn er vinnuheitið á ferli áherslna á sjálfseflingu, félagsfærni og atferlismótun sem við vinnum eftir. Vitinn er táknmynd þar sem nemendur koma inn í hann í 1. bekk og labba af stað upp skólagönguna. Við erum með skilgreindar námsleiðir og viðfangsefni í öllum árgöngum skólans og með hliðarverkefni í öllu starfi skólans sem miða að því að byggja upp jákvæð samskipti og umburðarlyndi fyrir einstaklingnum. Á leið sinni upp vitann læra nemendur stöðugt meira, stíga út á svalirnar tilbúin að horfa út í heiminn með sínum augum og við lok grunnskólagöngunnar  dreifa nemendur okkar ljósi sínu, sjálfsfærninni, út í heiminn í kring. Skólaárið 2020 - 2021 unnum við að samþættingu milli verkefnaherbergjanna í vitanum og samþættum vinnuna við ólíka þætti í skólastarfinu okkar. Verkefnið vísar beint í raun í alla fimm grunnþætti Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast.  

Kynningarmyndband um sjálfsfærnivitann má finna hér.