Kosningar til nemendaráðs

Á hverju vori fara fram kosningar til nemendaráðs.

Nemendur 7., 8. og 9. bekkjar kjósa þá fulltrúa sína sem sitja í nemendaráði í 8., 9. og 10. bekk á næsta skólaári.

Kosningarnar fara þannig fram að hver árgangur kýs ákveðinn fjölda fulltrúa úr sínum hópi og þurfa frambjóðendur að' uppfylla ákveðin skilyrði sem stjórn nemendafélagsins ákveður og endurskoðar á hverju ári.

Kosningarnar fara fram sem líkast almennum kosningum í samfélaginu, kjörstað er komið upp í skólanum, með kjörklefum og kosningarnar eru leynilegar. Með þessu fá nemendur ákveðna þjálfun í framkvæmd lýðræðisins eins og það mun birtast þeim í framtíðinni.

Frambjóðendur mega auglýsa sig á göngum skólans vikuna fyrir kosningar og framboðsfundir eru haldnir þar sem þeim gefst kostur á að kynna sig og stefnumál sín.

Kosningarnar setja skemmtilegan brag á skólalífið og eru mikilvægur hluti af virku nemendalýðræði í Seljaskóla.

 

Kosningalög 2009-2010 |  Tilkynning um framboð - eyðublað

Prenta | Netfang