Nemendagögn

Skjalasafn

2013-2014.pdf

skjalasafn001

Skráarnafn Stærð Dagsetning
An Adobe Acrobat file 6_12_ara_haust_2011 382.84 KB 2015-08-19 07:13:38
An Adobe Acrobat file Hausthatid_Seljaskoli_2017 613.32 KB 2017-09-13 08:10:25
An image file Hegdunarfravik 51.51 KB 2017-03-08 03:54:48
An Adobe Acrobat file Konnun_a_lidan_og_felagstengslum 7.39 KB 2015-08-19 07:13:40
An Adobe Acrobat file Lestrarvidmid 148.94 KB 2015-08-19 07:13:40
A Microsoft Word file Marita_foreldrabref_8._og_9.b.2010 205.5 KB 2015-08-19 07:13:40
An Adobe Acrobat file MedicAlert-1 3.36 MB 2015-08-19 07:13:40
An Adobe Acrobat file Nytt_skolasoknarkerfi_2014 214.89 KB 2015-08-19 07:13:42
An Adobe Acrobat file Opin_hs__framhaldssklum_vori_2014 277.22 KB 2015-08-19 07:13:42
An Adobe Acrobat file Proftafla_8.b 229.81 KB 2015-08-19 07:13:42
An Adobe Acrobat file Proftafla_9.b 230.63 KB 2015-08-19 07:13:43
An Adobe Acrobat file Proftafla_10.b 232.77 KB 2015-08-19 07:13:42
An image file Seljaskola_auglysing01 168.15 KB 2017-03-08 03:54:48
An Adobe Acrobat file Skipurit_Seljaskola_2013 108.52 KB 2015-08-19 07:13:43
An Adobe Acrobat file Skolasoknarkerfi_leyfi_veikindi 396.23 KB 2017-09-21 04:10:42
An Adobe Acrobat file Skref_skolans_fra_upphafi_verkefnisins 88 KB 2015-08-19 07:13:43
An Adobe Acrobat file Starfsaaetlun_Seljaskola_2017-2018 1.39 MB 2017-09-21 04:07:17
An Adobe Acrobat file Stúlknaæfingar_skák 324.96 KB 2015-08-19 07:13:43
An Adobe Acrobat file Sundtafla_2015-2016 225.39 KB 2016-06-29 04:37:16
An Adobe Acrobat file Sundtafla_2016-2017 107.04 KB 2017-02-08 06:37:30
An Adobe Acrobat file Unglingar Reykjavkur_eirra framt okkar byrg 682.57 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file Vidbrogd_vid_hegdunarfravikum 147.7 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file Vidvera.skolahjukrunarfraedings 205.15 KB 2017-09-19 06:01:52
A Microsoft Word file Viðvera_skólahjúkrunarfræðings 32.22 KB 2016-12-12 06:00:37
An image file agaferill 151.05 KB 2017-03-08 03:54:48
An Adobe Acrobat file agaferill 156.58 KB 2015-08-19 07:13:44
A Microsoft Word file bref_til_foreldra_v_kynningar_28.01.10 25 KB 2015-08-19 07:13:44
A Microsoft Word file dagskra_afmaelis_seljaskola 33.5 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file flokkun 80.38 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file foreldrar_seljaskola_agust_2009 433.39 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file forvarnir 371.98 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file fundargerdir 100.71 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file graenfanaverkefnid 81.81 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file grnfnaverkefni skrsla 112.95 KB 2015-08-19 07:13:44
A Microsoft Word file heimanamsaaetlun 55.5 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file hreinsun_lodar 141.62 KB 2015-08-19 07:13:44
A Microsoft Word file jólaföndur_2014_1 109.75 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file leyfisbeidni_2_5_dagar 17.06 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file leyfisbeidni_vika_og_lengur 19.43 KB 2015-08-19 07:13:44
A Microsoft Word file mataraskrift_afskraning 33 KB 2015-08-19 07:13:44
A Microsoft Word file mataraskrift_skraning 40.5 KB 2015-08-19 07:13:44
An Adobe Acrobat file midi_heimvprofa-jol-7bekkur 131.97 KB 2015-08-19 07:13:44
An image file mynd_skipurit_seljaskola 97.08 KB 2017-03-08 03:54:48
An Adobe Acrobat file opidhusvor2013 96.82 KB 2015-08-19 07:13:45
An Adobe Acrobat file orkusporun 83.67 KB 2015-08-19 07:13:45
An Adobe Acrobat file ovedur_tilmaeli_tl_foreldra 525.75 KB 2015-08-19 07:13:46
An Adobe Acrobat file pabbi minn er 30 ra og hann kann a leika sr2 381.04 KB 2015-08-19 07:13:46
An Adobe Acrobat file proftafla_8._bekkur_2012 231.46 KB 2015-08-19 07:13:46
An Adobe Acrobat file proftafla_9._bekkur_2012 232.41 KB 2015-08-19 07:13:46
An Adobe Acrobat file proftafla_10._bekkur_2012 234.1 KB 2015-08-19 07:13:46
A Microsoft Word file proftafla_unglingadeild_vor_2009 30 KB 2015-08-19 07:13:46
An Adobe Acrobat file reglur_um_endurgreidslu_kostnadar_vegna_slysa_og_tjona 75.81 KB 2015-08-19 07:13:46
A Microsoft Word file rymingaraaetlun 43 KB 2015-08-19 07:13:46
An Adobe Acrobat file samningur_um_mataraskrift 25.76 KB 2015-08-19 07:13:46
A Microsoft Word file sjalfsmatsskyrsla_seljaskli_vor_2007 308.5 KB 2015-08-19 07:13:46
An Adobe Acrobat file skipurit_skolans_2011-2012 295.55 KB 2015-08-19 07:13:46
A Microsoft Word file skolastarf_a_adventu2009 13.82 KB 2015-08-19 07:13:47
An Adobe Acrobat file skrefin_sjo 83.01 KB 2015-08-19 07:13:47
A file of unknown type sumardagurinn1 1.49 MB 2015-08-19 07:13:47
An Adobe Acrobat file sund 2-4 bekkur 2012 177.46 KB 2015-08-19 07:13:47
An Adobe Acrobat file sundtafla_1-10.b_2012-2013 213.67 KB 2015-08-19 07:13:47
An Adobe Acrobat file tlun breiholtsstrt 173.75 KB 2015-08-19 07:13:47
An Adobe Acrobat file um akstur ir-fristund 344.78 KB 2015-08-19 07:13:47
An Adobe Acrobat file umhverfisradid 80.95 KB 2015-08-19 07:13:48
An Adobe Acrobat file umhverfisstefna_skolans 85.2 KB 2015-08-19 07:13:48
An Adobe Acrobat file verk_tol_dagur 495.21 KB 2015-08-19 07:13:49
An Adobe Acrobat file veur - reglur til starfsflks 335.61 KB 2015-08-19 07:13:49
An Adobe Acrobat file veur - tilmli til foreldra 525.75 KB 2015-08-19 07:13:49
An Adobe Acrobat file vidbragdsaaetlun_seljaskola 701.04 KB 2015-08-19 07:13:49
An image file vidbrogd_vid_hegdunarfravikum 56.81 KB 2015-08-19 07:13:49

Prenta | Netfang

Kosningalög

Lög

um kosningar til stjórnar nemendafélags Seljaskóla

1. gr.

Stjórn nemendafélags Seljaskóla kallast Nemendaráð.

2. gr.  Formannskjör

Formaður er kjörinn til eins árs af nemendum 8. og 9. bekkjar. Formaður situr í 10. bekk. Formannsefni eru einnig sjálfkrafa í framboði til fulltrúa 10. bekkjar.

3. gr.  Fulltrúakjör

Nemendaráð skipa auk formanns 8 kjörnir fulltrúar; 3 fulltrúar 10. bekkja, 3 fulltrúar 9. bekkja og 2 fulltrúar 8. bekkja. Fulltrúar hvers árgangs eru kjörnir til eins árs af nemendum viðkomandi árgangs.

4. gr.  Kjörgengi fulltrúa

Þeir frambjóðendur teljast kjörgengir sem ekki hafa framið 3. stigs agabrot á skólaárinu(á einnig við um uppsöfnuð 1. og 2. stigs brot) og hafa skólasóknareinkunn 8,5 eða hærri við lok framboðsfrestar. Frambjóðandi má hafa farið á punktasamning en þá má skólasóknareinkunn ekki hafa farið niður fyrir 7,0 á skólaárinu.

5. gr.  Kjörgengi formanns

Frambjóðendur til embættis formanns teljast kjörgengir sem ekki hafa framið 3. stigs agabrot á skólaárinu(á einnig við um uppsöfnuð 1. og 2. stigs brot) og hafa skólasóknareinkunn 8,5 eða hærri við lok framboðsfrestar. Formaður er kosinn úr hópi 9. bekkinga.

6. gr.  Tilkynning framboðs og framboðsfrestur

Framboð skulu tilkynnt á þar til gerðu eyðublaði og skilað til kjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Framboðsfrestur skal renna út eigi síðar en tveim vikum fyrir kjördag. Eigi síðar en viku fyrir kjördag skal kjörstjórn birta samþykktan lista frambjóðenda.

7. gr.  Kjörstjórn

Kjörstjórn skipa skólastjóri, tveir félagsstarfskennarar, formaður og fulltrúar 10. bekkja í fráfarandi Nemendaráði. Helstu verkefni kjörstjórnar eru að annast almenna framkvæmd kosninga og skera úr um vafaatriði í kosningabaráttu.

8. gr.  Kosningabarátta

Eftirfarandi reglur gilda um kosningabaráttu:

  1. Skólareglur gilda.
  2. Kosningabarátta fer fram í skólanum, á skólatíma.
  3. Frambjóðandi þarf að fá fyrirfram samþykki kjörstjórnar fyrir öllum gjöfum til kjósenda.
  4. Kosningaáróður skal vera heiðarlegur, jákvæður og innan siðferðismarka.  Kjörstjórn áskilur sér rétt til að fjarlægja auglýsingar og annan áróður sem brýtur þessa reglu.
  5. Enginn áróður eða auglýsingar eru leyfilegar á kjörstað.
  6. Skólinn leggur ekki til pappír, plaköt eða annað efni.
  7. Frambjóðandi sem gerist brotlegur við þessar reglur fyrirgerir rétti sínum til framboðs
9. gr.  Framboðsfundir

Framboðsfundir eru fjórir, einn fyrir hvern árgang og einn fyrir formannsefni. Á framboðsfund formanna er boðið nemendum 8. og 9. bekkja (tilvonandi 9. og 10. bekkja). Framboðsfundir skulu fara fram eigi síðar en daginn fyrir kosningadag og skulu fara fram í hátíðasal skólans.

Á framboðsfundi fær hver frambjóðandi 5 mínútur til umráða. Kynningar skulu fara fram í stafrófsröð frambjóðenda. Glærur, myndbönd og annað kynningarefni er leyfilegt. Gjafir til kjósenda eru ekki leyfilegar á framboðsfundum.

10. gr.  Kjörseðlar

Kjörstjórn skal prenta kjörseðla með nöfnum kjörgengra frambjóðenda. Kjörseðlar skulu vera þrenns konar:

  1. Kjörseðill 7. bekkjar skal prentaður í sérstökum lit skal bera nöfn allra kjörgengra frambjóðenda til fulltrúa þess árgangs. Nemendur 7. bekkjar skulu merkja við tvö nöfn á árgangakjörseðli.
  2. Kjörseðill 8. bekkjar skal prentaður í sérstökum lit skal bera nöfn allra kjörgengra frambjóðenda til fulltrúa þess árgangs. Nemendur 8. bekkjar skulu merkja við tvö nöfn  fulltrúaefna á árgangakjörseðli og aðeins eitt nafn formannsefnis.
  3. Kjörseðill 9. bekkjar skal prentaður í sérstökum lit skal bera nöfn allra kjörgengra frambjóðenda til fulltrúa þess árgangs. Nemendur 9. bekkjar skulu merkja við þrjú nöfn fulltrúaefna á árgangakjörseðli og aðeins eitt nafn formannsefnis. Atkvæði formannsefna sem ekki hljóta kosningu til formanns skulu gilda sem atkvæði til fulltrúa 10. bekkjar.

Sé merkt við færri nöfn en talið er hér að ofan telst kjörseðill þrátt fyrir það gildur. Kjörseðlar teljast ógildir sé merkt við fleiri nöfn en talið er hér að ofan eða ef seðillinn er merktur eða notaður á annan hátt.

11. gr. Framkvæmd kosninga

Kosningar skulu fara fram í maímánuði ár hvert.

Kosningar skulu vera leynilegar. Koma skal upp kjördeildum í auðum stofum. Fjöldi kjördeilda fer eftir fjölda kjósenda og þörfum í hvert sinn. Tveir skýrt afmarkaðir kjörklefar skulu í hverri kjördeild.

Starfsmaður kjörstjórnar skal leiða bekkjardeildir á kjörstað. Kjósendum skal hleypt inn í kjördeild þannig að nægt rými og næði sé fyrir hendi.

Starfsmaður kjörstjórnar í kjördeild skal afhenda kjósendum viðeigandi kjörseðil og tveir starfsmenn kjörstjórnar í kjördeild skulu merkja við kjósendur í kjörskrá er þeir fá kjörseðil afhentan.

Atkvæði skulu brotin tvíbroti og skilað í þar til gerðan læstan kjörkassa í kjördeild. Kjörstjórn ásamt starfsmönnum telur atkvæði. Úrslit skulu kunngerð fyrir miðnætti á kjördag.

12. gr.  Atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar

Kjósendur geta greitt atkvæði utan kjörstaðar á kjördag ef veikindi eða önnur lögleg forföll hamla komu þeirra á kjörstað. Kjörstjórn metur forföll og tekur við utankjörstaðaratkvæðum á þann hátt sem kjörstjórn telur hæfa hverju sinni.

13. gr.  Endurskoðun og gildistaka

Lög þessi skulu sæta endurskoðun árlega og vera kynnt skólastjórn og nemendum eigi síðar en mánuði fyrir kjördag. Lög þessi öðlast gildi er þau hafa verið birt á heimasíðu Seljaskóla.

 

 

Samþykkt á fundi stjórnar Nemendafélags Seljaskóla 22. mars 2010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prenta | Netfang

Kosningar til nemendaráðs

Á hverju vori fara fram kosningar til nemendaráðs.

Nemendur 7., 8. og 9. bekkjar kjósa þá fulltrúa sína sem sitja í nemendaráði í 8., 9. og 10. bekk á næsta skólaári.

Kosningarnar fara þannig fram að hver árgangur kýs ákveðinn fjölda fulltrúa úr sínum hópi og þurfa frambjóðendur að' uppfylla ákveðin skilyrði sem stjórn nemendafélagsins ákveður og endurskoðar á hverju ári.

Kosningarnar fara fram sem líkast almennum kosningum í samfélaginu, kjörstað er komið upp í skólanum, með kjörklefum og kosningarnar eru leynilegar. Með þessu fá nemendur ákveðna þjálfun í framkvæmd lýðræðisins eins og það mun birtast þeim í framtíðinni.

Frambjóðendur mega auglýsa sig á göngum skólans vikuna fyrir kosningar og framboðsfundir eru haldnir þar sem þeim gefst kostur á að kynna sig og stefnumál sín.

Kosningarnar setja skemmtilegan brag á skólalífið og eru mikilvægur hluti af virku nemendalýðræði í Seljaskóla.

 

Kosningalög 2009-2010 |  Tilkynning um framboð - eyðublað

Prenta | Netfang