Skip to content

Kennsluhættir

Í Seljaskóla er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda og kennara. Í skólastarfinu er lögð áhersla á teymiskennslu og fjölbreytta kennsluhætti.

Í 1. - 3. bekk eru opin kennslurými og sameiginleg ábyrgð umsjónarkennara á öllum árgangnum.

Í 4. -10. bekk eru nemendur í þremur til fjórum bekkjum í hverjum árgangi en samvinna er á milli kennara sem skipta á milli sín námsfögum í kennslu. Einnig blandast nemendur á milli bekkja í sumum námsfögum eins og smiðjum eða valgreinum, verk- og listgreinum, íþróttum og í ýmsum öðrum verkefnum.

Hægt er að skoða viðmið hverrar námsgreinar í hverjum árgangi undir Náms- og kennsluhættir

Áhersla er á SÁTT í Seljaskóla. Það stendur fyrir Samvinnu - Ábyrgð - Traust - Tillitsemi og er það leiðarljós í öllu starfi skólans.

Seljaskóli vinnur einnig eftir Menntastefnu Reykjavíkurborgar - Látum draumana rætast