Námsmat
Í Seljaskóla er leitast til að námsmat sé upplýsandi og hvetjandi og leiðbeinir nemendanum um næstu skref í námi.
Námsmatsaðferðir eru fjölbreyttar og fara fram jafnt og þétt yfir skólaárið. Niðurstöður námsmats eru nemendum og foreldrum aðgengileg í Mentor.
Í október hitta nemendur og forráðamenn umsjónarkennara sína. Þar er farið yfir námslega og félagslega stöðu nemandans, niðurstöður lesfimis afhent og markmið sett um áframhaldandi nám.
Við lok haustannar í janúar hittast nemendur, forráðamenn og umsjónarkennarar og fara yfir hvernig hefur gengið á önninni.
Við lok vorannar fá nemendur samantekt í hverri námsgrein í fjórskiptum skala:
1. - 7. bekkur
- Framúrskarandi hæfni
- Hæfni náð
- Þarfnast þjálfunar
- Hæfni ekki náð
Á unglingastigi 8. - 10, bekk eru gefnir bókstafirnir A, B+, B, C+, C og D.
Ef nemendur hafa náð hluta af A viðmiðum og nær öllum B viðmiðum getur hann fengið B+ og sömuleiðis ef hann hefur náð öllum C viðmiðum og hluta af B þá fær hann C+.
Við lok 10. bekkjar eru matsviðmið Aðalnámskráar grunnskóla notuð. Matsviðmið eru lýsing á, hversu vel nemandi hefur skilgreinda hæfni, á valdi sínu og er B - matsviðmið þau viðmið sem nemandi á að tileinka sér við lok grunnskóla. A er framúrskarandi hæfni og C fá þeir nemendur sem standast ekki þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum.
Matsviðmið í 10. bekk má nálgast á vef Menntamálastofnunnar.