Skip to content

Náms- og starfsráðgjöf í Seljaskóla

Náms- og starfsráðgjafi skólans er Guðný Þ. Pálsdóttir gudny.thuridur.palsdottir@rvkskolar.is

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa felst í að:

  • styðja við nemendur og liðsinna þeim í málum er snerta nám þeirra.
  • vinna í nánu samstarfi við foreldra og umsjónarkennara eftir því sem við á.
  • hafa samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans og vísa málum nemenda til þeirra eftir því sem við á.

Helstu verkefni eru:

  • Ráðgjöf og kynningar á náms- og starfsvali s.s. valgreinum, námsbrautum framhaldsskóla og innritun í framhaldsskóla. Í ráðgjöfinni eru áhugasvið nemenda og hæfileikar hafðir að leiðarljósi.
  • Námstækni ráðgjöf fyrir nemendur um skipulögð vinnubrögð í námi sem getur sparað tíma, dregið úr kvíða og aukið námsárangur.
  • Persónuleg ráðgjöf fyrir nemendur vegna m.a. erfiðra samskipta, kvíða og eineltis.
  • Ýmsar forvarnir t.d. gegn vímuefnum, einelti og öðru ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skólans.

Aðstaða námsráðgjafa er í húsi 3.

Nemendur og/eða foreldrar geta fengið viðtöl hjá námsráðgjafa frá mánudegi til fimmtudags. Viðtalstímar eru ákveðnir eftir samkomulagi.

Nemendur geta sjálfir bankað upp á eða fengið aðstoð foreldra eða kennara við að fá viðtal.

Námsráðgjafi er bundinn trúnaði varðandi málefni nemenda sem til hans leita að undanskildu ákvæði laga um barnavernd nr. 80/2002.