Lög foreldrafélagsins


Lög Foreldrafélags Seljaskóla

1. grein

  • Félagið heitir Foreldrafélag Seljaskóla. Félagar eru allir foreldrarog forráðamenn nemenda í skólanum.

2.grein

  • Félagið skal vinna að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólann í hvívetna. Markmiði sínu hyggst foreldrafélagið ná með því meðal annars:

2.1 - að efla kynni foreldra og nemenda innbyrðis og koma á umræðu-  og  fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við skólann.

2.2 - að veita skólanum lið svo að aðstæður til náms og félagsstarfs verði sem bestar hverju sinni.

2.3 - að koma fram með óskir um breytingar á starfi skólans.

3.grein. 

  • Á aðalfundi foreldrafélagsins skal kosin fimm manna stjórn og tveir til vara. Skal formaður þó kosinn sérstakri kosningu til tveggja ára, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Aðalfund skal fráfarandi stjórn boða í samráði við skólastjóra í maí ár hvert. Á dagskrá hans skulu vera auk kosningar stjórnar, önnur venjuleg aðalfundarstörf.
    Verður lögum þessum ekki breytt nema á aðalfundi.

4.grein.

  • Stjórn félagsins boðar til almennra foreldrafunda þegar þörf krefur. Slíkum fundum eða stjórn félagsins er heimilt að tilnefna í starfshópa til að sinna einstökum verkefnum sem á döfinni kunna að vera.
    Stjórn félagsins er heimilt að ákveða fast félagsgjald.

5.grein.

  • Stjórn foreldrafélagsins eða almennir foreldrafundir skulu ekki sinna klögumálum eða hafa afskipti af vandamálum er upp kunna að koma milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.

6.grein.

  • Fulltrúaráð skal vera stjórn foreldrafélagsins til samstarfs og fulltingis það setur sér vinnureglur í samráði við stjórn foreldrafélagsins. Í fulltrúaráði sitja þrír fulltrúar foreldra úr hverjum bekk. Kosinn skal einn aðalfulltrúi og tveir varafulltrúar í fulltrúaráð úr hverri bekkjardeild til eins árs í senn. Kosning í fulltrúaráð yngstu bekkjardeildar skal fara fram á foreldrafundi í hverri bekkjardeild skólans, sem skólastjóri boðar til í byrjun skólaárs.

Prenta | Netfang