Heimanám

Heimanám er stór þáttur í farsælli skólagöngu barnsins. Í tengslum við það gefst foreldrum tækifæri til að fylgjast með námi barnanna og veita þeim stuðning og hvatningu. Áhugi foreldra á skólagöngu barna skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra í námi. Foreldrar geta lagt sitt af mörkum til þess að barninu gangi vel í skólanum með því að fylgjast vel með heimanámi þess.

Kennarar setja inn á Mentor upplýsingar um heimanám. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur æfi lestur heima. Boðið er upp á heimanámsaðstoð sem valgrein í 8.-10.bekk.

Prenta | Netfang