Foreldrasamstarf - upplýsingagjöf

Allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum eru félagar í Foreldrafélagi Seljaskóla og eru fimm menn í stjórn og tveir til vara. Hlutverk félagsins er að styrkja skólann í hvívetna með því að efla kynni foreldra og nemenda, koma á fræðslufundum í samráði við skólann og standa fyrir ýmsum samkomum nemenda í skólanum meðal annars um jól og páska. Í fulltrúaráði eru þrír fulltrúar foreldra (bekkjarfulltrúar) í hverjum bekk. Þeir eru tengiliðir foreldrafélagsins við bekkina og í samstarfi við það varðandi ýmis félagsmál á skólaárinu og standa fyrir vinahópum í sínum bekk, koma að foreldrarölti og fleira.

Prenta | Netfang