Skólareglur

Í Seljaskóla

 •  fylgjum við reglum SÁTTarinnar um samvinnu, ábyrgð, traust og tillitssemi. 
 • Við leiðréttum hegðun okkar ef okkur verður á.

eiga allir rétt á að þeim líði vel.

 • Einelti, ofbeldi, hrekkir eða slagsmál er ekki liðið í neinni mynd. Við látum vita
 • ef okkur sjálfum eða öðrum líður illa.

mætum við stundvíslega í kennslustundir.

 • Við bönkum á dyr og biðjumst afsökunar ef við komum of seint.
 • Ástundun er skráð í skráningarkerfi skólans.

leggjum við áherslu á að allir nemendur leggi sig fram í námi, jafnt í
kennslustundum sem heima.

 • Vinnusemi skilar árangri.

erum við á skólalóðinni í frímínútum.

 • Á skólatíma eiga nemendur að vera á öruggum stað á ábyrgð skólans.

göngum við vel og snyrtilega um skólann og skólalóðina.

 • Við virðum umhverfissáttmála skólans.

virðum við rétt annarra til að vinna og leika sér í friði án truflunar.

 • Reiðhjól, hlaupahjól og vélhjól skulu eingöngu notuð til að ferðast í og úr skóla og
 • ávallt geymd utandyra á ábyrgð nemenda.

  Í Seljaskóla gilda ákveðnar reglur um farsíma og önnur snjalltæki.  Í 1. - 7.bekk mega nemendur hafa með sér slík tæki en þau skulu vera stillt á hljóðlausan ham og geymd í skólatösku.  Kennarar í 6. og 7.bekk geta veitt sérstaka heimild fyrir notkun tækjanna þegar hún er í þágu náms.  Í 8. - 10.bekk er notkun tækjanna bönnuð í kennslustundum nema að kennari veiti sérstaka heimild til þess.  Ef nemendur taka tæki með sér í skólann skulu þau vera stillt á hljóðlausan ham og þau ekki sýnileg.  Allar mynda- og hljóðupptökur á slík tæki í skólanum eru óheimilar nema með sérstöku leyfi kennara.. Notkun tónhlaða (ipod) í kennslustundum er háð leyfi kennara.

gætum við þess að neyta hollrar fæðu, hvort sem við komum með
nesti að heiman eða kaupum fæðið í skólanum.

 • Sælgæti og gosdrykkir eru aðeins leyfðir í skólanum við sérstök tækifæri.
 • Notkun tóbaks, áfengis og vímuefna er að sjálfsögðu bönnuð.

Seljaskóli væntir þess að hver nemandi:

 •  Leggi sitt af mörkum til að skapa góðan náms- og félagsanda .
 • Komi vel undirbúinn í kennslustundir og hafi ávallt með sér nauðsynleg gögn og áhöld . 
 • Beri ábyrgð á þeim verðmætum sem hann kemur með.

Prenta | Netfang