Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun

 

Í Seljaskóla er viðurkennt brunaviðvörunarkerfi, útiljós og neyðarlýsing.

Flóttaleiðir eru tvær eða fleiri úr hverju kennslurými.

Í hverri kennslustofu skólans við útgöngudyr er nafnalisti með nöfnum nemenda og skóhlífar. Þar er einnig  teikning sem sýnir flóttaleiðir, söfnunarsvæði hvers húss og viðbragðsáætlun.

Nauðsynlegt er að kennarar kynni sér vel rýmingaráætlun skólans og þjálfi nemendur í að lesa á teikninguna og að fara út eftir þeim flóttaleiðum sem upp eru gefnar.

 

Ef brunakerfið fer í gang er unnið eftir rýmingaráætlun:

1.         Umsjónarmaður eða skólastjóri/aðstoðarskólastjóri  aðgæta á stjórntöflu hvaðan brunaboðið kemur. Upptök eru könnuð eins hratt og mögulegt er.

2.         Öryggismiðstöðin sem kerfið er tengt við hringir í umsjónarmann, skólastjóra eða skiptiborð skólans ef kerfið fer af stað og  hefur samband við slökkvilið til að tilkynna um eld eða gefa skýringar á brunaboðinu.

Skrifstofustjóri tekur með sér nemendaskrá, stundaskrár, aðstandendalista og forfallaskrá.

3.         Kennarar undirbúa rýmingu. Teikning sem sýnir flóttaleiðir, söfnunarsvæði hvers húss og viðbragðsáætlun er í hverri kennslustofu. Nemendum er raðað í stafrófsröð inni í kennslu-stofunni. Kennari athugar hvort flóttaleið úr stofunni er opin/greiðfær.

4.         Ef  bjallan þagnar fljótlega eftir að hún fer af stað er um bilun eða falsboð að ræða. Þó skal alltaf undirbúa útgöngu nemenda, sbr. liði 2 og 3, en ekki er farið út fyrr en við fulla hringingu.

Ef um falsboð er að ræða er það tækifæri fyrir kennara að ræða við nemendur um eldvarnir og sameiginlega ábyrgð.

5.         Ef bjallan fer aftur af stað skal rýma skólann. Nemendur fara út úr stofunni í röð ásamt kennara og stuðningsfulltrúa, sé hann til staðar.

Nemendur fara í skó eða skóhlífar.(ekki reima skóna, setja reimarnar niður í skóna).

Kennari tekur með sér viðbragðsáætlun, nafnalista og litaspjald.

Skólaliðar í hverju húsi fara síðastir og loka hurðum á eftir sér.

Brýna þarf fyrir börnunum að fara ekki heim, þó að þau búi nálægt skólanum.

6.         Nemendur ganga út á söfnunarsvæðið (bannað að hlaupa) í röð á eftir kennara sínum. Nemendur í 1. – 4. bekk leiðast tvö og tvö saman. Skólaliðar og stuðningsfulltrúar ganga seinast út úr húsunum.

7.         Fari brunakerfið í gang á meðan á afgreiðslu í mötuneyti stendur skulu nemendur og kennarar, sem þar eru staddir, fara greiðustu leið út og fara á söfnunarsvæði heimastofu. (ath skóhlífar verða til reiðu í mötuneyti)

8.         Fari brunakerfið í gang í frímínútum fara nemendur og kennarar greiðustu leið út og á söfnunarsvæði heimastofu. Nemendur sem eru úti á skólalóð fara á sitt heimasvæði.

9.         Þegar komið er á söfnunarsvæðið hefur hver hópur sitt afmarkaða söfnunarsvæði. Kennarar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort allir nemendur hafa komist út (nafnakall).  Kennari gefur merki, grænt ef allir hafa skilað sér – rautt ef einhvern vantar.

10.       Umsjónarmenn söfnunarsvæðanna eru skólastjóri/aðstoðarskólastjórar, deildastjórar. Skrifstofustjóri og ritarar fara í anddyri íþróttahúss. Þar taka þeir við upplýsingum um hvort og þá hve margir hafa ekki skilað sér á söfnunarsvæðið sitt og bera saman við forfallalista.

11.       Slökkvilið kemur að skólanum, skrifstofustjóri/ritarar gefa varðstjóra  upplýsingar um hvort og þá hve margir nemendur hafa orðið eftir inni og hugsanlega staðsetningu þeirra.

12.       Farið er með nemendur og starfsfólk af svæðinu í íþróttahús Seljaskóla.

Sá aðili sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka öllum hurðum á eftir sér til að draga úr reykflæði um bygginguna og hindra útbreiðslu elds eins og hægt er.

 

Smellið hér til að skoða rýmingaráætlun Seljaskóla á pdf formi.

Prenta | Netfang