Upplýsingar um mötuneytið

Mötuneyti Seljaskóla

Mötuneyti Seljaskóla er fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Það tók til starfa 1. febrúar 2005

Í mötuneytinu borða rúmlega 90% nemenda og hluti starfsmanna. Hádegismatur er  á milli 11 og 13 og hefur hver hópur  20 – 30 mínútur  til að matast.  Matseðill er ákveðinn fyrir 6 vikur í senn og er á heimasíðunni. Við samsetningu hans er lögð áhersla á hollustu og fjölbreytni.
Innritun nemenda í mat er í gegnum Rafræna Reykjavík.
Uppsagnarfrestur á mötuneytisáskrift er einn mánuður og miðast við mánaðamót (framkvæmt með tölvupósti sem sendur er skóla). Mötuneytisgjald er greitt 9 sinnum á ári. (ekki fyrir júní, júlí eða ágúst). Ef fleiri börn en tvö eru í heimili þá þarf einungis að greiða fyrir tvö yngstu börnin.
Fæðisgjöld eru innheimt eftirá. Gjalddagi er 1. hvers mánaðar  og eindagi 30 dögum eftir gjalddaga. Gjaldskrá Menntasviðs frá 1. október 2016 er 9.270 kr. á mánuði.

Prenta | Netfang