Aðgengi að Mentor

Mentor er upplýsingakerfi fyrir grunnskóla sem heldur utan um nemendaskrá og starfsmannahald.

Kennarar og skólastjórnendur skrá nauðsynlegar upplýsingar í kerfið. Hver kennari og skólastjórnandi fer inn í kerfið á eigin lykilorði. Kennarar hafa eingöngu aðgang að sínum nemendum en skólastjórnendur hafa aðgang að öllum nemendum. Margvísleg trúnaðargögn eru í kerfinu, svo sem einkunnir, skólasókn og upplýsingar um sérstöðu einstakra nemenda. Þess vegna gilda trúnaðarreglur um aðgengi og notkun þessara upplýsinga. Í kerfinu eru upplýsingar sem gott er fyrir foreldra að hafa aðgang að. Forráðamenn hafa einungis aðgang að upplýsingum um barn sitt.

Eitt aðal markmið Mentors er að stuðla að aukinni samvinnu heimila og skóla.

 

Þegar börn hefja skólagöngu fá foreldrar/forráðamenn þeirra sent aðgangsorð í tölvupósti.

 

Nemendur í 2. – 10. bekk hafa aðgang að Mentor. Aðgangsorðið birtist á nemendaspjaldi barnsins.Til að komast inn í kerfið í fyrsta sinn geta nemendur komið á skrifstofu skólans og sótt aðgangsorðið sitt eða farið á nemendasíðuna með aðstoð foreldris/forráðamanns.

Prenta | Netfang