Skip to content
16 mar'23
Judith, Eva Lind og Katrín Ásta

Sigur til Seljaskóla

Judith Stefnisdóttir sigraði Stóru upplestrarkeppni Breiðholts sem haldin var í Fella og Hólakirkju 15.mars.  auk Judithar keppti  Eva Lind en varamaður var Katrín Ásta, voru þær allar skólanum sínum til sóma. Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta og keppnishluta. Ræktunarhlutinn er sá hluti upplestrarkeppninnar sem mestu máli skiptir. Hann miðast við tímabilið frá degi íslenskrar…

Nánar
01 des'22

Allt sem er frábært

Borgarleikhúsið bauð 10. bekk á einleikinn Allt sem er frábært. Vala Kristín Eiríksdóttir stendur ein á sviðinu og gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum en allt með húmorinn að vopni. Þessi dásamlega sýning kennir okkur að meta litlu hlutina í lífinu og í umsjónartíma dagsins fengu 10. bekkingar tækifæri til að gera sinn eigin lista…

Nánar
17 nóv'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, fór fram í Norðurljósasal Hörpu afhending á íslenskuverðlaunum unga fólksins í grunnskólum Reykjavíkur. Þrír nemendur í Seljaskóla voru tilnefndir. Þeir voru: Ísak Gunnar Jónsson 4.bekk, Steinunn María Matthíasdóttir 7. bekk og Helga Lilja Eyþórsdóttir 10. bekk. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari íslenskuverðlauna unga fólksins, veitti þau við hátíðlega athöfn…

Nánar
03 okt'22

2.sætið eftir vítaspyrnukeppni

Stelpurnar unnu Laugalækjaskóla 3-0 í undanúrslitum. Kepptu við Réttó í úrslitaleiknum. Vorum betri aðilinn en náðum ekki að koma boltanum í markið. Staðan 0-0 og því fór í vítaspyrnukeppni, heppnin ekki með okkar stelpum. 2.sætið því okkar 🙌🏆 Frábær árangur og geggjaðar stelpur sem við eigum. Eiga skilið risa hrós og jafnvel ekkert heimanám 😆😆…

Nánar
26 sep'22

1. sæti á knattspynumóti KRR

Stelpurnar okkar í 7.bekk gerðu sér lítið fyrir og unnu Grunnskólamót KRR. Stelpurnar unnu Laugalækjaskóla 2-0 í undanúrslitum. Þær mættu sterku liði Dalskóla í úrslitum. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 0-0 og því fór í vítaspyrnukeppni sem endaði með Sigri Seljaskóla. Bikarinn í Seljaskóla. Til hamingju stelpur !

Nánar
21 sep'22

Knattspyrnumót KRR 2022

  Þessa dagana fer fram Knattspyrnumót KRR í Egilshöll fyrir nemendur í 7.bekk í Reykjavík. Seljaskóli sendi að sjálfsögðu lið bæði í kvenna og karlaflokki. Gaman er frá því að segja að stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum en aðeins eitt lið fer upp úr hverjum riðli. þær keppa því aftur nk. föstudag kl.16.20…

Nánar
25 ágú'22

ÍR dagurinn 27.ágúst

ÍR dagurinn 27. ágúst ÍR býður Íbúum Breiðholtsins sem og öðrum gestum að heimsækja íþróttasvæði félagsins í Skógarseli milli kl. 11:00 og 14:00. Fólki verður boðið að skoða þá glæsilegu aðstöðu sem komin er upp og fá kynningu á starfsemi félagsins. Deildir félagsins verða með kynningarstöðvar í Parkethöllinni þar sem fá má nánari upplýsingar og…

Nánar
20 ágú'22

Skólasetning

Kæru nemendur og forráðamenn í Seljaskóla! Skólasetning og fyrsti skóladagur Þessa dagana erum við starfsfólk Seljaskóla að undirbúa nýtt skólaár og er tilhlökkun mikil að fá nemendur í hús. Skólastarf hefst mánudaginn 22. ágúst kl. 8:30 og mæta nemendur sem hér segir: 2. bekkur heimastofa hús 9 3. bekkur heimastofa hús 10 4. bekkur miðrými…

Nánar