19 mar'19

Starfsdagur á morgun

Á morgun er skipulagsdagur í Seljaskóla og eiga nemendur því frí þann dag.  Skóladagatalið má finna á heimasíðu Seljaskóla en þar getið þið séð fram á veginn varðandi skerta skóladaga og starfsdaga.

Nánar
14 mar'19

OPIÐ HÚS Í FRAMHALDSSKÓLUM

Menntaskólinn við Hamrahlíð – miðvikudag 20. mars kl. 17:30 – 19:00 Fjölbrautaskólinn við Ármúla – fimmtudag 21. mars kl. 16:30 – 18:00 Verslunarskóli Íslands – fimmtudag 21. mars kl. 17:00 – 18:30 Menntaskólinn í Reykjavík – laugardag 23. mars kl. 14:00 – 16:00 *

Nánar
13 mar'19

Fulltrúar okkar í Stóru upplestrarkeppninni

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hjá 7. bekk föstudaginn 8. mars. Átta nemendur úr 7. bekk lásu  texta úr sögunni Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur, ljóð eftir Stefán Jónsson frá Hvítadal og ljóð að eigin vali. Keppendur stóðu sig allir með mikilli prýði og val dómara því erfitt. Eftirtaldir nemendur urðu fyrir valinu  til að verða fulltrúar okkar…

Nánar
08 mar'19

Ljósmyndatökur

Ljósmyndari mun mynda: 1.b og 4.bekk :: mánudaginn 25.mars   7. bekk :: þriðjudaginn 26.mars og   10.bekk :: miðvikudaginn 27.mars

Nánar
04 mar'19

Bolludagur – sprengidagur og öskudagur

Nú eru þrír spennandi dagar framundan þar sem haldið er í gamla siði þó með breytingum. Í dag er bolludagur sem í kaþólskum sið markaði upphaf föstuinngangs sem eru þrír síðustu dagarnir fyrir lönguföstu sem hefst á öskudegi. Í dag máttu nemendur koma með bollur í nesti og á hádegsmatseðli Seljaskóla eru hinar frægu ömmuböllur…

Nánar
01 mar'19

Upright í Seljaskóla

Hér má lesa grein um Upright sem er spennandi verkefni sem Seljaskóli tekur þátt í og einnig er hér stutt kynningamyndband fyrir áhugasama.

Nánar
27 feb'19

Læsisráð

Orðaforði og málþroski er grunnur að farsælu námi barna en þetta myndband inniheldur fræðslu og hvatningu um hvernig hægt er að styðja sem best við þá þætti. Hér má horfa á Læsisráð  frá Menntamálastofnun.  

Nánar
20 feb'19

Hvað haldið þið að það séu mörg skref frá húsi 9 og upp á skrifstofu?

Nemendur í 1. bekk leituðu svara við spurningunni en eins og með góðar spurningar þá geta þær oft af sér fleiri spurningar en eitt rétt svar.  Sumir fengu 194 skref, 130  eða 110 skref. Þarna spilaði inn í skrefastærð og kannski skipti leiðin máli, hversu víðar beygjurnar voru?  Hóparnir höfðu margir sínar skýringar á því.…

Nánar
15 feb'19

OPIÐ HÚS Í FRAMHALDSSKÓLUM

Mánudagur – 18.mars Borgarholtsskóli í Grafarvogi –  kl. 16:30 – 18:30 Kvennaskólinn í Reykjavík – þriðjudag 19. mars kl. 17:00 – 18:30 Menntaskólinn við Sund – þriðjudag 19. mars kl. 17.00 – 19.00 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ – miðvikudag 20. mars kl. 17:00 – 18:30

Nánar