Skip to content
22 mar'20

Mætingar vikuna 23. – 27. mars

Kæra skólasamfélag! Mikið erum við stolt af ykkur á þessum tímum og skólastjórnendur þakka kveðjurnar og fallegu orðin frá ykkur. Þau ylja í annríkinu. Við höldum ótrauð áfram og hafa nú allir forráðamenn fengið póst um skipulag næstu viku. Við gerum enn ráð fyrir að nemendur mæti annanhvern dag – en á þessum óvissutímum geta…

Nánar
15 mar'20

Starfsdagur á morgun – mánudaginn 16. mars 2020

Mánudaginn 16. mars er starfsdagur í Seljaskóla. Þá verður dagskrá næstu daga skipulögð og fáið þið póst um það eftir hádegi á morgun. ___________________________ Monday 16 March is a working day at Selja School. Then the schedule for the next few days will be organized and you will receive an email about it by noon…

Nánar
13 mar'20

Vegna samkomubanns og takmarkanir á skólastarfi

Kæru foreldrar Vegna samkomubanns sem heilbrigðisráðherra setti og tekur gildi aðfaranótt mánudags ætlum við að fella niður síðustu kennslustund hjá 6. – 10. bekk í dag, það er nemendur fara heim 13:30 en það er gert til að starfsfólk skólans nái að funda um þá nýju stöðu sem samkomubann og takmörkun á skólastarfi grunnskóla setur…

Nánar
09 mar'20

Skólahald samkvæmt stundatöflu í dag – mánudag 9. mars

Komið þið sæl Í nótt samdi Sameyki við Reykjavíkurborg og verður skólahald því samkvæmt stundatöflu í dag. ___________________________________________ Tonight, Sameyki negotiated with the City of Reykjavik, so schooling will be on schedule today. _________________________________________ Dziś wieczorem Sameyki negocjowały z Reykjavikiem, więc nauczanie będzie zgodne z harmonogramem dzisiaj. _________________________________________  

Nánar
05 mar'20

Fulltrúar okkar í lokakeppninni

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hjá 7. bekk í dag fimmtudaginn 5. mars. Níu nemendur úr 7. bekk lásu  valinn texta og sjálfvalið ljóð fyrir nemendur úr 6. og 7. bekk.  Keppendur stóðu sig allir með mikilli prýði og val dómara því erfitt. Eftirtaldir nemendur voru valdir til að vera fulltrúar okkar á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, Viktor Axel Matthíasson og María Kristinsdóttir.…

Nánar
26 feb'20

Seljaskóli fékk í dag hvatningaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Seljaskóli fékk í dag hvatningaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur en þau eru veitt fyrir nýbreytni og gróskumikið fagstarf. Seljaskóli hlaut verðlaun fyrir verkefnið Bangsa-gistipartý og Bókaskjóður á skólabókasafninu. Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur á heiðurinn af því skemmtilega verkefni en hún hefur farið óhefðbundnar leiðir að því að efla yndislestur. Yngri nemendum var boðið að koma með bangsana sína…

Nánar
24 feb'20

Öskudagur er skertur skóladagur!

Miðvikudaginn 26. febrúar er skertur skóladagur. Þá eru nemendur í skólanum frá 8:30 til 12:00 en gæsla er fyrir nemendur frístundar fram að Vinaseli/Regnboga. Vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur er 28. febrúar og 2. mars. Skólahald hefst samkvæmt stundatöflu þann 3. mars.    

Nánar