Hægt er að sækja um veikindi eða leyfi í gegnum Mentor.is eða að hringja á skrifstofu skólans. Veikindi nemenda ber að tilkynna á skrifstofu eins fljótt og auðið er, tilkynna þarf daglega ef nemandinn er veikur. Sé óskað eftir leyfi skal það gert fyrirfram á skrifstofu skólans. Ef forráðamenn þurfa að fá lengra leyfi en í 2 daga fyrir nemendur þurfa þeir að óska eftir því með því að fylla út leyfisbeiðni hér að neðan. Leyfi sem er lengra en ein vika er litið á sem tímabundna undanþágu frá skólasókn. Í slíkum tilfellum þarf umsjónarkennari og skólastjóri að samþykkja beiðnina og kalla forráðamenn á fund ef þörf þykir. Öll röskun á námi nemandans sem af slíku hlýst er alfarið á ábyrgð forráðamanna, enda er nám nemenda á þeirra ábyrgð þann tíma sem þeir eru frá skóla. Nafn nemanda * Kennitala nemanda * Leyfi frá Leyfi til og með Bekkur Veldu bekk1.bekkur2.bekkur3.bekkur4.bekkur5.bekkur6.bekkur7.bekkur8.bekkur9.bekkur10.bekkur Nafn forráðamanns * Netfang forráðamanns * Skilaboð Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur (15. grein grunnskólalaga).