Skip to content

Foreldrafélag Seljaskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum m.a. hausthátíð og útskriftahátíð 10. bekkjar.

Samkvæmt 9. gr. grunnskólalaga skal foreldrafélag starfa við skólann. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk þess er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Samfok

Foreldrafélag Seljaskóla á fulltrúa í SAMFOK Samtökum foreldrafélaga og forráðamanna í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur stjórn foreldrafélags Seljaskóla náið samstarf við stjórnir foreldrafélaga annarra grunnskóla í Breiðholti.

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða.

 Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Markmið

  • að styðja við skólastarfið
  • stuðla að velferð nemenda skólans
  • efla tengsl heimilis og skóla
  • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
  • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu