Bekkjarfulltrúar
Bekkjarfulltrúar
Bekkjarfulltrúar gegna stóru hlutverki í samstarfi heimilis og skóla. Þeir starfa í nánu sambandi við stjórn
foreldrafélagsins og standa fyrir skemmtunum og atburðum í bekkjunum sem þeir eru fulltrúar fyrir.
Hlutverk bekkjarfulltrúa
- Stuðla að öflugu samstarfi foreldra, nemenda og kennara
- Halda utan um dagskrá sem ákveðin er á sameiginlegum fundi foreldra
- Miðla verkefnum á vegum foreldrafélags
- Tengiliður við foreldrafélag, skólastjórnendur, kennara
- Verkstjóri
Á heimasíðu Heimilis og skóla má finna leiðbeiningar fyrir bekkjarfulltrúa.
Í kafla 10.5 í starfsáætlun skólans má finna lista yfir bekkjarfulltrúa Seljaskóla.