Skip to content

Viðmið um skjátíma

Foreldrafélögin fimm í Breiðholti og skólastjórnendur hafa um árabil átt mjög gott samstarf um ýmis málefni sem hefur stutt vel við skólasamfélag í hverfinu.

Verkefni þeirra þar sem hannaður var segull þar sem fram koma viðmið um skjátímau stækkaði og fengu allir nemendur leik- og grunnskóla Reykjavíkur slíkan segul.

Einnig var útbúin heimasíðan Skjátími.is sem sett var á laggirnar vorið 2019. Samfok rekur nú síðuna.

Bókabrölt

Foreldrafélögin fimm í Breiðholti standa að samfélagsverkefninu Bókabrölt í Breiðholti. Foreldrafélögin munu fóstra hvert sinn bókaskáp sem verða staðsettir á fimm stöðum í Breiðholtinu en þar verður hægt að gefa bók og þiggja bók. Í hillurnar má gefa allar tegundir bóka, á öllum tungumálum.  Seljaskóli fóstrar sína hillu sem staðsett er í Seljakjör.

Verðugt lestrarátak og skemmtilegt samfélagsverkefni Um leið og Bókabrölt í Breiðholti mun setja skemmtilegan svip á hverfið stuðlar verkefnið að því að efla lestraráhuga og lestrarfærni meðal fullorðinna og barna með það að leiðarljósi að lestrarfyrirmyndir heima hafa mikil áhrif á bókaáhuga barna.

Jákvæð samskipti

Páll Ólafsson hélt fyrirlestur fyrir foreldra um jákvæð samskipti og má nálgast glærurnar hér.