Skip to content
11 jún'19

Skóladagatal næsta vetrar

Skóladagatal skólaárs 2019-2020 er komið á heimasíðu Seljaskóla. Hægt er að nálgast dagatalið í pdf. útgáfu hér á vefnum undir Skólinn – skóladagatal í valmyndinni hér að ofan.    

Nánar
20 feb'19

Hvað haldið þið að það séu mörg skref frá húsi 9 og upp á skrifstofu?

Nemendur í 1. bekk leituðu svara við spurningunni en eins og með góðar spurningar þá geta þær oft af sér fleiri spurningar en eitt rétt svar.  Sumir fengu 194 skref, 130  eða 110 skref. Þarna spilaði inn í skrefastærð og kannski skipti leiðin máli, hversu víðar beygjurnar voru?  Hóparnir höfðu margir sínar skýringar á því.…

Nánar
26 jan'19

Bóndadagur

Í dag er bóndadagur og af því tilefni buðu nemendur í 1.-3. bekk feðrum, öfum, frændum og bræðrum til þorrablóts í skólanum. Auk þess að bjóða upp á þorramat söng barnakór Seljaskóla fyrir gestina. Jafnframt höfðu krakkarnir skreytt stofurnar sínar á skemmtilegan hátt í þjóðlegum stíl. Ilmurinn af þorramatnum liðaðist eftir öllum göngum skólans við mismikla…

Nánar