Upplýsingagátt

 Opin hús í framhaldsskólum vorið 2017

 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - þriðjudag 21. febrúar kl. 16:00 - 18:00

Borgarholtsskóli í Grafarvogi - fimmtudag 2. mars kl. 17:00 - 19:00

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ - miðvikudag 8. mars kl. 17:00 - 18:30

Fjölbrautaskólinn við Ármúla - fimmtudag 9. mars kl. 16:30 - 18:30

Menntaskólinn við Hamrahlíð - fimmtudag 9. mars kl. 16:30 - 18:30

Verslunarskóli Íslands - fimmtudag 9. mars kl. 17:00 - 19:00

Menntaskólinn í Reykjavík - laugardag 11. mars kl. 14:00 - 16:00 *

Kvennaskólinn í Reykjavík - þriðjudag 20. mars kl. 17:00 - 18:30

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - fimmtudag 23. mars kl. 17.00 - 19.00


*MR býður einnig upp á heimsóknir alla þriðjudaga kl.15:00 frá 7.feb. til 7.mars. Ath! Nauðsynlegt er að bóka sig í heimsókn í síma 5451900
Á opnu húsi framhaldsskólanna fá nemendur og foreldrar þeirra sérstakt tækifæri til að kynna sér þær fjölbreyttu námsleiðir sem skólarnir hafa upp á að bjóða.
Heimasíður framhaldsskólanna má finna á á http://menntagatt.is/skolar/

Innritun í framhaldsskóla fer líka fram á http://menntagatt.is/
Áhugaverðar slóðir í námsleit: http://naestaskref.is/ og http://nemahvad.is/

 

við minnum á að GPS námskeið fyrir stelpur hefst 14. mars 2015

ADHD samtökin bjóða í mars upp á GPS-námskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur, 13-16 ára. GPS stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið. GPS námskeiðið hefst 14. mars 2015 og er skráning í fullum gangi. Lesa meira

Fimmtudagsfræðslan

Opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag.

Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Menningarmiðstöð Gerðubergs.

 

Thursday education for the family

Service Centre in Breiðholt in collaboration with Education Now and Cultural Centre.

Let’s play board games!

Upplýsingagáttin geymir upplýsingar og auglýsingar frá öðrum en Seljaskóla, t.d. íþróttafélögum, tónlistarskóla og öðrum sem bjóða nemendum og forráðamönnum þjónustu sína á ýmsan máta.

 


 


Nú er vetrarstarfið að hefjast hjá okkur á Borgarbókasafninu. Við viljum því minna ykkur á Heilahristing.

 Heilahristingur er heimanámsaðstoð í boði fyrir 5.-10. bekk. Sjálfsboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum í Gerðubergssafni á miðvikudögum kl.14:30-16:00.

 Í Borgarbókasafni er boðið upp á:

- aðstoð við heimanám í notalegu umhverfi
- stuðning við áframhaldandi nám
- tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina
- úrval bóka, kvikmynda, tímarita og tónlistar
- skemmtilegan félagsskap í skapandi umhverfi

 

Heilahristingur hefst 18. september og allir nemendur eru velkomnir að koma og nýta sér aðstöðina í safninu. Í lok tímans er smá hressing í boði.

Áhugasamir geta pantað kynningu í síma: 5579122 eða sent tölvupóst á  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig getum við komið og kynnt heimanámsaðstoðina á foreldrafundum.

Upplýsingar á fimm tungumálum: www.heilahristingur.is

  

 --- Rafbókagjöf til grunnskólanema ---

Í október fengu grunnskólanemar í gjöf átta bækur á rafbókaformi eftir Þorgrím Þráinsson sem þeim er frjálst að sækja á rafbókaveitunni Emma.is og lesa eins og þá listir. Bækurnar átta höfða til breiðs hóps lesenda allt frá 1. til 10.bekkjar.

Á bak við bókagjöfina standa Þorgrímur Þráinsson og aðstandendur rafbókaveitunnar emma.is sem vilja með þessu hvetja krakka og unglinga til aukinns yndislesturs. Nýlegar kannanir sýna að krakkar og ungt fólk lesa sjaldnar en áður. Margt annað en meira freistandi en að taka sér bók í hönd er og sú staðreynd var upphaf þessa samstarfs; Þorgríms og Emmu. Lestur á rafrænu formi er góður og gildur og opnar jafnmargar dyr og lestur hefðbundinnar bókar.

Starfmenn Emmu hafa unnið að því í sumar að færa eldri bækur Þorgríms Þráinssonar á stafrænt form og gera úr þeim rafbækur sem hægt er að lesa á öllum lestækjum og tölvum svo sem iPad, iPod touch, Kindle, snjallsímum með Android eða Windows, PC tölvum eða Mac. Bækurnar sem Emma og Þorgrímur gefa eru:
- Með fiðring í tánum (frá 1998),
- Bak við bláu augun (1992),
- Lalli ljósastaur (1992),
- Spor í myrkri (1993),
- Sex augnablik (1995),
- Svalasta 7an (2003),
- Undir 4 augu (2004)
- Litla rauða músins (2008).

Það er von Þorgríms og aðstandenda Emmu að þessi veglega bókagjöf hvetji grunnskólanemendur til þess að lesa meira og nýta sér nýja tækni til lestursins. Bækurnar er hægt að sækja á emma.is frítt skólaárið 2012-2013. Þar er einnig að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að lesa rafbækur í ýmsu tækjum.

Skólayfirvöld, foreldrar og síðast en ekki síst krakkar eru hvattir til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri -- og hlaða bókunum niður og lesa þær aftur og aftur.


Rafkápukeppni  Emmu
Bækurnar átta eru bækur sem Þorgrímur hefur skrifað og gefið út á síðastliðnum 20 árum. Kápur bókanna eru þær sömu og þegar þær voru gefnar út á prenti. Flestar þeirra mættu fá andlitslyftingu.

Emmu og Þorgrími datt því í hug að setja af stað rafkápukeppni til þess að gefa bókunum nýtt andlit fyrir nýja kynslóð. Við viljum því skora á skapandi skólakrakka að setjast niður og hanna nýjar kápur á eina eða fleiri bækur . Bækurnar sex sem þurfa nýja kápu eru: Bak við bláu augun, Undir 4 augu, Sex augnablik, Svalasta 7an, Með fiðring í tánum og Spor í myrkri.
Sendu inn tillögu fyrir 1.des og þín kápuhönnun gæti orðið nýja andlit rafbókarinnar næstu árin!

Kynntu þér málið á emma.is/rafkapur

---- ----
Hér er að finna veggspjald sem við óskum eftir að verði prentað út og hengt upp sem fyrst.
https://dl.dropbox.com/u/5696977/Rafkapukeppni_svhv.pdf
https://dl.dropbox.com/u/5696977/Rafkapukeppni_lit.pdf


Frekari upplýsingar er að fá hjá undirrituðum, á Emma.is og á facebook síðu Emmu.
 


 

 

 

Nýverið bauð Betra nám öllum nemendum í 4. bekk grunnskóla á Íslandi upp á ókeypis aðgang að vefþjálfun fyrir stærðfræði, á heimasíðu sinni, betranam.is.  Aðgangurinn er ókeypis og opinn til áramóta.

Ég vil með þessu bréfi hvetja ykkur til að láta foreldra 4. bekkjar nemenda ykkar vita af tækifærinu sem þeim stendur til boða.

•             Námskeiðið þjálfar hratt og vel hugarreikning, samlagningu,frádrátt, margföldun og deilingu

•             Hvorki þarf að lesa né skrifa

•             Námskeiðið hentar þeim vel sem eiga erfitt með að læra margföldunartöfluna eða reikna á fingrum

Til að skrá sig þarf einungis að áframsenda þetta skeyti til allra foreldra í 4. bekk skólans og geta þeir skráð sig fyrir fríum aðgangi með því að smella hér:

http://www.betranam.is/index.php?option=content&task=view&id=263&Itemid=263

 

 

Prenta | Netfang

Hreinsun á skólalóðinni

Allir nemendur skólans fara út eina kennslustund tvisvar á skólaárinu til þess að hreinsa rusl á skólalóðinni og nánasta umhverfi. Þetta er fastur liður í Grænfánaverkefni skólans og gott framtak nemenda til að halda skólalóðinni hreinni og umhverfi skólans fallegu.

Myndin sýnir 4. bekk að störfum, en þeir undirbjuggu einnig blómakerin fyrir gróðursetningu. Moldin var fengin úr moltutunnu skólans.

Prenta | Netfang

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm