Páskaundirbúningur

pskaundirbningur 182

Páskafélagsvist og páskaeggjamálun

Ávallt er mikið um að vera í skólanum síðasta dag fyrir páskaleyfi. Það er löng hefð fyrir því í 6. og 7. bekk að spiluð sé félagsvist og var engin undantekning á því í ár. Nemendur eru mjög áhugasamir í félagsvistinni og sigurvegarar fá páskaegg í verðlaun.

Í 1. bekk voru kappsfullir nemendur að nota brúna málningu en þeir voru að mála páskaegg sem þeir höfðu búið til. Síðan fá þeir að skreyta páskaeggið sitt og fara síðan heim með það í dag er þeir hefja páskaleyfi. Gleðilega páska.

Prenta | Netfang

Fjölmenningarhátíð

p3230051 

 Síðustu vikur hafa nemendur í 1.-3. bekk unnið að ýmsum fjölmenningarlegum verkefnum.  Nemendum var skipt í 6 hópa og fékk hver hópur sína heimsálfu til að vinna með. Í kjölfarið var virkilega flott og skemmtileg uppskeruhátíð þar sem verkefni þeirra voru sýnd. Margir foreldrar komu og skemmtu sér allir prýðilega.

 linkur á video:

 

Prenta | Netfang

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 15.mars var upplestrarhátíð  7. bekkja í Seljaskóla haldin  að viðstöddum nemendum í 6. og 7. bekk. Fulltrúar bekkjanna voru: Karitas Birgisdóttir, Sigurður Hákon Kristjánsson og Oddný Björg Stefánsdóttir  frá 7. ÓS. Bjarki Fjalar Guðjónsson, Marinó Bessi Bjarkason og Birna Aradóttir frá 7. SG. Íris Þórdís Jónsdóttir, Arna Kristín Arnarsdóttir  og Hrafn Ágúst Björnsson frá  7. AS. Keppnin var afar hörð að þessu sinni og val dómnefndar því erfitt. Svo fór að  Birna og Arna Kristín voru valdar til að verða fulltrúar skólans og Hrafn Ágúst til vara í lokakeppninni sem haldin verður í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 16.00.   Foreldrafélag Seljaskóla hefur ætíð gefið  fulltrúum skólans bók að gjöf og að þessu sinni var það bókin um íslenska málshætti og orðtök.  6. bekkur sá um tónlistaratriði á hátíðinni.  Þeir sem spiluðu og sungu voru: Helena Rós Sigurðardóttir 6. SS, Lára Björk Birgisdóttir og Árni Daníel Árnason 6. EH. Oliver Sveinsson, Ragnar Páll Sigurðsson og Vilhjálmur Jón Elfarsson 6. AK

 

 

 

Prenta | Netfang

100 daga hátíð

26. janúar var hundraðasti skóladagur nemenda í 1. bekk en þeir hafa verið taldir samviskusamlega frá fyrsta degi. Í tilefni dagsins var slegið upp veislu.

Byrjað var á því að fara í vasaljósagöngu að tjörninni. Allir nemendur höfðu búið til og skreytt kramarhús og fengu í það 10 tegundur af ýmsu góðgæti og taldi hver nemandi í 10 stykki af hverju í kramarhúsið sitt þannig að samtals voru 100 stykki í hverju, t.d. cheerios, rúsínur, popp, saltstangir og fl.

Í hádeginu var gasgrillið dregið út í snjóskafl og grillaðar pylsur og boðið upp á 100 daga köku í eftirrétt. Stórskemmtilegur dagur sem tókst í alla staði sérstaklega vel.Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 19. janúar er foreldradagur í skólanum. Foreldrar/forráðamenn  koma ásamt barni sínu í viðtal til umsjónarkennara. Námsmat fyrir haustönn fer fram þessa dagana og fá nemendur afhentar einkunnir fyrir haustönn, miðvikudaginn 18. janúar. Á foreldradaginn eru auk umsjónarkennara allir sérkennarar og sérgreinakennarar skólans  til viðtals og eru foreldrar hvattir til að koma einnig til þeirra.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm