Foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 19. janúar er foreldradagur í skólanum. Foreldrar/forráðamenn  koma ásamt barni sínu í viðtal til umsjónarkennara. Námsmat fyrir haustönn fer fram þessa dagana og fá nemendur afhentar einkunnir fyrir haustönn, miðvikudaginn 18. janúar. Á foreldradaginn eru auk umsjónarkennara allir sérkennarar og sérgreinakennarar skólans  til viðtals og eru foreldrar hvattir til að koma einnig til þeirra.

Prenta | Netfang

Kynning á námi í framhaldsskólum

Kynning verður á námi í framhaldsskólum fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og foreldra þeirra fimmtudaginn 19. janúar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti frá kl. 17:00 – 19:00

Á staðnum verða fulltrúar frá framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu ásamt fulltrúa frá menntmálaráðuneytinu. Nemendur og foreldrar í Breiðholti, Árbæ, Norðlingaholti og Grafarholti fá hér frábært tækifæri til að kynna sér á einum stað fjölbreytt framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu.

Prenta | Netfang

Kynning á námi í framhaldsskólum

Kynning á verður á námi í framhaldsskólum fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og foreldra þeirra fimmtudaginn 19. janúar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti frá kl. 17:00 – 19:00

Á staðnum verða fulltrúar frá framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu ásamt fulltrúa frá menntmálaráðuneytinu. Nemendur og foreldrar í Breiðholti, Árbæ, Norðlingaholti og Grafarholti fá hér frábært tækifæri til að kynna sér á einum stað fjölbreytt framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu.

Prenta | Netfang

Skólastarfið

Nú er komið svartamyrkur á morgnana og þess vegna viljum við minna á endurskinsmerkin - þau eru mikilvægasta öryggistæki barnanna okkar í myrkrinu.

endurskin

Einnig viljum við minna alla á að það er mikilvægt að koma vel klæddur í skólann, húfur og vettlingar eru þarfaþing·það er kalt úti og allskyns pestir að ganga. Munið bara að merkja fötin vel.

 

 

 

 

 

 

Prenta | Netfang

Breakfast

Orð af orði með orðið breakfast

Nemendur í ensku í 8. – 10. bekk hjá Helgu Brynleifsdóttur hafa verið að vinna áhugavert verkefni í Orð af orði sem er aðferð til að auka lesskilning og orðaforða . Þeir unnu með orðið breakfast og áttu að finna eins mörg ensk orð úr orðinu eins og þeir gátu. Þeir fundu yfir 70 orð úr þessu eina orði og voru mjög áhugasamir að vinna verkefnið. Nemendur hennar hafa unnið annað verkefni í sömu lesskilnings- og· orðaforðaaðferð í landafræði en það er krossglíma með orðið bauganet en þeir eru að læra um bauganetið í landafræði. Verkefnin hanga uppi í stofu 21 hjá Helgu.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm