Barnamenningarhátíð

Fjórði bekkur mun taka þátt í setningarathöfn Barnamenningarhátíðar. Þar mun Salka Sól frumflytja lag með texta sem saminn verður úr tillögum 4.bekkinga í Reykjavík. Textinn á að fjalla um það hvernig við getum verndað jörðina okkar. Í dag var gengið til kosninga hjá 4.bekk Seljaskóla. Á kjörskrá voru 62 nemendur og 55 greiddu atkvæði. Kosningaþátttaka var því 89%. Ógildir atkvæðaseðlar voru 3. Vinningstillagan hlaut 25% gildra atkvæða. 

Framlag Seljaskóla í ár verður „Hætta að henda plasti og tína meira af drasli“


.

 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm