SÁTTardagurinn 8.nóvember

Árlegur Sáttardagur í Seljaskóla verður miðvikudaginn 8. nóvember. Þetta er skertur skóladagur sem hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 12.00.  Þennan dag  vinna allir nemendur skólans saman þvert á árganga að fjölbreyttum verkefnum í anda SÁTTarinnar þ.e. nemendur allt frá  1. – 10. bekk eru saman í hóp.

Þennan dag er ekki morgungæsla fyrir kl. 9:00 fyrir börnin í 1. 2. og 3. bekk en þau börn sem eru í frístundaheimilinu Vinaseli eða Regnboganum  verða í gæslu eftir Sáttardaginn þar til þau fara í frístundaheimilið. Allir nemendur í 1. – 4. bekk eiga að fara í stofu umsjónarkennara sinna kl. 12.00 þegar Sáttardegi lýkur. Þá hefst gæslan en þeir fara heim sem ekki eiga að fara í gæsluna.

Prenta | Netfang

Vel heppnuð tónleikaferð

received 10214462268981215

Kór Seljaskóla, eldri deild, fór í velheppnaða  tónleikaferð  mánudaginn 31.10 og söng nokkur haustlög fyrir dvalargestir á Seljahlíð, sem kórinn hefur æft af krafti síðan í september. Tónleikarnir vöktu mikla lukku og enduðu á samsöng með með heimilisfólkinu. Næst á dagskrá kórsins er undirbúningur fyrir jólatónleika.

Prenta | Netfang

Forvarnardagurinn í 9.bekk

9. bekkur tók þátt í Forvarnardeginum sem haldin er í tólfta sinn í ár á landsvísu. Nemendur ræddu um forvarnir, tómstundir og íþróttir og ennfremur um mikilvægi samverustunda með fjölskyldunni.

Forvarnardagur 2017

Prenta | Netfang

Hausthátíð Seljaskóla 2017

Ágætu forráðamenn.

Meðfylgjandi er auglýsing fyrir hausthátíð Seljaskóla sem verður haldin fimmtudaginn 14.september næstkomandi.

Vinsamlega athugið að ekki verður posi á staðnum til að greiða fyrir kaffiveitingar og kandífloss.

Sjáumst hress og kát!!!

Prenta | Netfang

Hausthátíð 14.september milli kl. 16 og 18

Fimmtudaginn 14.september verður hausthátíð Seljaskóla haldin í annað sinn. Á hátíðinni opnum við skólann og bröllum eitthvað skemmtilegt auk þess að fá til okkar góða gesti sem við munum kynna nánar síðar. Hátíðin hefst kl. 16:00 og stendur í tvær klukkustundir, við hlökkum mikið til og bíðum mjög spennt. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt á Facebook-síðu og heimasíðu skólans.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm