NÝSKÖPUNARKEPPNI GRUNNSKÓLANNA

31781790 10155206853281097 5972366429855416320 n

Nú er Nýsköpunarkeppni grunnskólanna lokið og komust þrír nemendur úr Seljaskóla áfram í keppninni. Nú er Nýsköpunarkeppni grunnskólanna lokið og komust þrír nemendur úr Seljaskóla áfram í keppninni. Að þessu sinni valdi dómnefnd þær Karen Óttarsdóttur (6.bekk), Valborgu Lilju Gunnarsdóttur og Ásthildi Unu Jónsdóttur (5.bekk) í úrslit. Þeim er boðið að fullvinna hugmyndirnar sínar í vinnusmiðju sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík dagana 24. og 25. maí. Lokahóf og sýning á verkum nemenda er 26. maí.Nánar er hægt að lesa um keppnina á http://ww.nkg.is
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og aðstendur hennar þakka öllum sem tóku þátt fyrir úrval af stórkostlegum hugmyndum. sem bárust í keppnina.

Prenta | Netfang

Lukkulesturinn er í fullum gangi í Seljaskóla.

30706534 1932850177027136 5671741676579313820 n

Það er gaman að segja frá því að langvinsælasti vinningurinn í lukkulestrinum er fríkortið á bókasafnið. Með því að vinna fríkort gefst nemendum tækifæri á að dvelja á bókasafninu í 20 mínútur í frjálsum tíma. Þetta finnst flestum nemendum svo stórkostlega eftirsóknarverð verðlaun að einn nemandi í 4. bekk spurði hvort þessi kort væru ekki bara til sölu, hann væri tilbúinn að greiða hátt verð fyrir slíka gersemi! :)

Prenta | Netfang

Lestrarátak

Lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið og mun standa út febrúar! 👨‍🔬📚

Nemendur í 1.-10. bekk geta tekið þátt með því að lesa þrjár bækur. Það mega vera hvaða bækur sem er, á hvaða tungumáli sem er, hljóðbækur eða hlustun á upplestur úr bókum. Útfylltum miða er svo skilað á skólasafnið. Fimm heppnir krakkar verða dregnir út og verða persónur í ofurhetjubók Ævars sem kemur út í vor. Í Seljaskóla verða jafnframt veitt hvatningarverðlaun til þeirra nemenda sem lesa mest í átakinu. Þeir sem skila inn miða fá líka að stilla sér upp sem ofurhetja og fá mynd af sér á frægðarvegginn á bókasafninu!  Á skólasafninu er hægt að finna út ofurhetjunafnið sitt, ofurhetjukraftana sína og bera saman hæðina sína við hæð annarra ofurhetja! Áfram lestur!

Superman Mobile

Prenta | Netfang

Tvær stúlkur í 10. bekk gáfu skólanum listaverk

 

Hugarfostur

Þær Hanna Mae Isorena Guðjónsdóttir og Hólmfríður Erla Davíðsdóttir, nemendur í 10. MA hafa verið  í þrívíðri hönnun í vali hjá Dagnýju Sif Einarsdóttur, myndlistarkennara. Þær komu færandi hendi til skólastjórnenda og gáfu skólanum verk sem þær unnu nú á haustönninni undir stjórn Dagnýjar. Þær kalla verkið Sofðu unga ástin mín og sýnir það ungabarn  sem liggur á handlegg. Við þökkum listamanninum og Dagnýju kennara kærlega fyrir þetta fallega verk og hefur því verið komið fyrir í sýningarskáp á gangi skólans.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm