Hugvitsmenn framtíðarinnar


Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fór fram dagana 28.-31. maí. Tæplega tvöþúsund hugmyndir frá ríflega þrjúþúsund nemendum  í 5.-7. bekk voru sendar inn í keppnina en hugmyndir 54 nemenda voru valin til að taka þátt í lokakeppninni. Seljaskóli átti þar 5 fulltrúa. Auður Aþena Einarsdóttir sigraði í flokki 7. bekkja með smáforritið How do you feel today? Hugmyndin er smáforrit fyrir snjallsíma þar sem notandinn skráir líðan sína daglega. Fólk getur þar skráð líðan sína svo það, aðstandendur og læknar geti fylgst með henni. Forritið er sérstaklega hugsað fyrir þá sem glíma við ýmsa kvilla en gæti gagnast hverjum sem er. Bragi Hrólfsson og Davíð Sigurvinsson sigruðu í flokki 6. bekkja  með hugmynd sína  „Endurvinna dross.“  Hugmyndin snýst um að endurvinna álgjall sem er efni er fellur til við álvinnslu. Þeir gerðu tilraunir með að blanda því við steypu. Þessu efni er  fargað  en nú væri hægt að nýta það á þennan hátt. Við óskum  þessum hugmyndaríkum nemendum okkar til hamingju með þennan frábæran árangur og Guðvarða smíðakennara fyrir alla aðstoð sem hann veitti þeim við þróun hugmyndanna.

Prenta | Netfang

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm