Tónleikastuð

      

Í dag héldu fimm nemendur í 7. bekk Seljaskóla og einn úr Ölduselsskóla stutta tónleika fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk. Þetta eru allt nemendur í Tónskóla Eddu Borg undir stjórn Bjarna Sveinbjörnssonar kennara. Í stuttu máli sagt var mikið stuð á tónleikunum og flutningur krakkanna frábær. Lögin sem þau fluttu voru September, Cool kids og Power love.Tónlistarmennirnir í 7. bekk eru Kristófer Bjarni Bjarnason á trommur, Ásþór Björnsson á hljómborð, Veronika Rós Lúðvíksdóttir, söngur, Hjálmar Tumi Þorkelsson Diego, söngur og gítar, Hanna Mae Isorena Guðjónsdóttir, söngur og gítar og með þeim var Kristín Helga Ómarsdóttir í 8. bekk Ölduselsskóla á bassa.

Prenta | Netfang

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm