Lestrarátak

Lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið og mun standa út febrúar! 👨‍🔬📚

Nemendur í 1.-10. bekk geta tekið þátt með því að lesa þrjár bækur. Það mega vera hvaða bækur sem er, á hvaða tungumáli sem er, hljóðbækur eða hlustun á upplestur úr bókum. Útfylltum miða er svo skilað á skólasafnið. Fimm heppnir krakkar verða dregnir út og verða persónur í ofurhetjubók Ævars sem kemur út í vor. Í Seljaskóla verða jafnframt veitt hvatningarverðlaun til þeirra nemenda sem lesa mest í átakinu. Þeir sem skila inn miða fá líka að stilla sér upp sem ofurhetja og fá mynd af sér á frægðarvegginn á bókasafninu!  Á skólasafninu er hægt að finna út ofurhetjunafnið sitt, ofurhetjukraftana sína og bera saman hæðina sína við hæð annarra ofurhetja! Áfram lestur!

Superman Mobile

Prenta | Netfang

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm