Tvær stúlkur í 10. bekk gáfu skólanum listaverk

 

Hugarfostur

Þær Hanna Mae Isorena Guðjónsdóttir og Hólmfríður Erla Davíðsdóttir, nemendur í 10. MA hafa verið  í þrívíðri hönnun í vali hjá Dagnýju Sif Einarsdóttur, myndlistarkennara. Þær komu færandi hendi til skólastjórnenda og gáfu skólanum verk sem þær unnu nú á haustönninni undir stjórn Dagnýjar. Þær kalla verkið Sofðu unga ástin mín og sýnir það ungabarn  sem liggur á handlegg. Við þökkum listamanninum og Dagnýju kennara kærlega fyrir þetta fallega verk og hefur því verið komið fyrir í sýningarskáp á gangi skólans.

Prenta | Netfang

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm