Allt sem er frábært

Borgarleikhúsið bauð 10. bekk á einleikinn Allt sem er frábært. Vala Kristín Eiríksdóttir stendur ein á sviðinu og gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum en allt með húmorinn að vopni. Þessi dásamlega sýning kennir okkur að meta litlu hlutina í lífinu og í umsjónartíma dagsins fengu 10. bekkingar tækifæri til að gera sinn eigin lista um allt sem er frábært!