Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, fór fram í Norðurljósasal Hörpu afhending á íslenskuverðlaunum unga fólksins í grunnskólum Reykjavíkur.

Þrír nemendur í Seljaskóla voru tilnefndir. Þeir voru: Ísak Gunnar Jónsson 4.bekk, Steinunn María Matthíasdóttir 7. bekk og Helga Lilja Eyþórsdóttir 10. bekk.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari íslenskuverðlauna unga fólksins, veitti þau við hátíðlega athöfn að viðstöddum forráðamönnum, stjórnendum grunnskólanna og starfsfólks skóla – og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Við erum mjög stolt af nemendum okkar sem hlutu þessa viðurkenningu og óskum þeim innilega til hamingju.