Skip to content

Knattspyrnumót KRR 2022

 

Þessa dagana fer fram Knattspyrnumót KRR í Egilshöll fyrir nemendur í 7.bekk í Reykjavík. Seljaskóli sendi að sjálfsögðu lið bæði í kvenna og karlaflokki.

Gaman er frá því að segja að stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum en aðeins eitt lið fer upp úr hverjum riðli. þær keppa því aftur nk. föstudag kl.16.20 og ef sá leikur vinnst, keppa þær til úrslita. Hvetjum við alla til að mæta og hvetja þær.

Strákarnir okkar spiluðu flottan fótbolta en segja má að óheppnin hafi elt þá.

Bæði liðin voru sjálfum sér og skólanum til fyrirmyndar ⚽️

Áfram Seljaskóli

Kv.Íþróttakennarar