Skip to content

Vordagar í Seljaskóla

Senn líður að skólalokum og viljum við með þessu bréfi fara yfir nokkur almenn atriði er
varða síðustu daga vorannar. Nánara skipulag fáið þið frá kennurum ykkar barna um verkefni
og ferðir.

 • Þriðjudaginn 31. maí er skipulagsdagur og allir nemendur í fríi.
 • Föstudaginn 3. júní er Vordagur – skertur skóladagur frá 8:30-12:00 og nemendur sem fara í  Vinasel og Regnboga verða í gæslu þar til frístundin tekur við. Í hádeginu verður boðið upp á samlokur og safa.
 • Þriðjudaginn 7. júní er Útivistadagur – skertur skóladagur frá 8:30-12:00. Í hádeginu verður boðið upp á pylsur og safa. Athugið að Regnboginn og Vinasel eru lokuð þennan dag vegna starfsdags og börnin fara því heim þegar skóla lýkur á hádegi.
 • Þriðjudaginn 7. júní er útskrift nemenda 10. bekkjar úr Seljaskóla kl. 18:00 í Seljakirkju.
 • Miðvikudaginn 8. júní eru skólaslit í Seljaskóla. Við bjóðum foreldra velkomna með ef þeir vilja. Nemendur mæta í heimastofur samkvæmt tímasetningum hér að neðan og fara með kennara sínum í Ask þar sem skólaslitin eru:
  • 1.-2. bekkur kl. 9.00
  • 3. bekkur kl. 9:30
  • 4.-5. bekkur kl. 10.00
  • 6.-7. bekkur kl. 10.30
  • 8.-9. bekkur kl. 11.00

   Athugið að Vinasel og Regnboginn eru líka með starfsdag miðvikudaginn 8. júní.