Skip to content

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Í gær hlaut Wanesa Agnieszka Michalska í 10. MB nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.  Hún var tilnefnd fyrir góðan námsárangur, þrautseigju og háttvísi.

Wanesa er frábær nemandi sem leggur sig mikið fram og gerir eins vel og hún getur. Hún stendur vel í öllum greinum af því hún býr yfir fádæma þrautseigju, vinnur vel og gefst aldrei upp fyrr en hún hefur öðlast skilning á viðfangsefninu. 
Öll listsköpun leikur í höndunum á Wanesu og hefur hún unnið mörg verkefni í vetur þar sem nákvæmni hennar og ímyndunarafl fær að njóta sín og leggur hún jafn mikla natni við hvert smáatriði í verkum sínum eins og hún gerir í bóklegu námi.
Auk alls þessa býr Wanesa yfir mörgum kostum sem gera það að verkum að hún bætir líf samferðamanna sinna. Hún gleðst jafn mikið, ef ekki meira, yfir velgengni annarra, er einstaklega jákvæð og kurteis við alla og hefur góð áhrif á skólabraginn í Seljaskóla. Hún er hjálpsöm, góðhjörtuð, þolinmóð og drífandi, allt eiginleikar sem munu koma henni langt í framtíðinni.

Starfsfólk Seljaskóla óskar Wanesu innilega til hamingju með verðlaunin og óskum henni alls hins besta.