Skip to content

Stóra upplestrakeppnin

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin  fimmtudaginn 31. mars. Níu nemendur úr 7. bekk lásu  valinn texta og sjálfvalið ljóð fyrir nemendur úr 6. og 7. bekk.  Keppendur stóðu sig allir með mikilli prýði og val dómara því erfitt.

Verðlaunahafar fengu  bókagjöf frá foreldrafélagi Seljaskóla. Þórir Leó Kristjánsson 7. BV og Elín Klara Finnbogadóttir 7. BV voru valin til að verða fulltrúar okkar á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar ásamt varamanni, Ástu Margréti Björgvinsdóttur 7. ES.  Lokakeppnin var síðan haldin í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 7. apríl. Þar hlaut Þórir Leó í 3. sætið.  Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.